Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:31 Steph Curry talar við þennan mikla aðdáanda sinn en hann bætti henni heldur betur upp fjarveru sína nokkrum dögum fyrr. Skjámynd/Instagram Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira