19. umferð CS:GO lokið: Dusty orðnir meistarar Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. mars 2022 17:01 19. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Kórdrengja á Ármanni. Fyrr í vikunni lagði Dusty XY og tryggði sér deildarmeistaratitilinn Leikir vikunnar Þór – Saga Umferðin hófst á leik Þórs og Sögu í Overpass, sem Þór varð að vinna til að eiga möguleika á titlinum. Saga vann fyrstu lotuna en fljótlega kom í ljós að Þór hafði yfirhöndina í leiknum. Saga náði lotum hér og þar en réð engan veginn við Allee á vappanum og sprengjuregn Þórsara. Staða í hálfleik var því 10–5 fyrir Þór. Þór hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og var einungis einu stigi frá því að vinna leikinn þegar það lifnaði yfir leikmönnum Sögu. ADHD var kominn í gang á vappanum og tókst Sögu að brjóta bæði efnahag og liðsanda Þórsara. Saga tengdi þannig heilar sjö lotur í röð áður en Þór tókst að merja fram sigur í 29. lotu. Úrslitin 16–13 fyrir Þór sem átti þá enn möguleika á að vinna deildina. En ekki lengi. Dusty – XY Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Dusty á móti XY í Nuke. H0Z1D3R var kominn aftur inn í leikmannahóp XY og lék CLVR, þjálfari Dusty, í stað Cryths sem fékk sparkið í síðustu viku. Leikurinn fór vel af stað fyrir Dusty sem komust í stöðuna 3–1. XY átti þó góð svör við leikskipulagi þeirra og skjótt skipuðust veður í lofti. Pandaz var frábær í opnunarhlutverkinu og fylgdi J0n því vel eftir á vappanum. Skyndilega var staðan því orðin 7–3 fyrir XY og Dusty blankir. Dusty tókst þó að grafa sig upp úr þeirri holu og voru langt frá því að gefast upp. Staðan var því 8–7 fyrir XY eftir fyrri hálfleik. Dusty fóru hratt um kortið í upphafi síðari hálfleiks, voru iðulega í yfirtölu og komnir með lausnir á opnunum XY. Þannig náðu þeir að byggja upp gott forskot og náði XY einungis einni lotu í síðari hálfleik. Uppstilling Dusty var gífurlega þétt hvort sem virkinu var haldið á neðra sprengjusvæðinu eða á útisvæðinu. ThorsteinnF átti svo heiðurinn af því að fella J0n til að tryggja Dusty sigurinn í Ljósleiðaradeildinni 2021-2022 í 25. lotu í 16–9 sigri Dusty á XY. Var það einkar viðeigandi að úrslit deildarinnar skyldu ráðast í Nuke, mest spilaða korti tímabilsins. Fylkir – Vallea Á föstudagskvöldið mættust svo Fylkir og Vallea, líka í Nuke. Fylkir stillti upp í einfaldar en árangsríkar aðgerðir í upphafi leiks og voru liðsmenn Vallea svo gott sem ráðalausir með öllu. Fylkir vann fimm lotur í röð áður en Vallea komst á blað. En svo bættu þeir einungis einni lotu við í hálfleiknum. Vallea komst á gott skrið á meðan Fylkir hafði misst meðbyrinn og 8 lotu hrina Vallea kom þeim í góða stöðu fyrir síðari hálfleikinn, 9–6. Vallea hélt uppteknum hætti inn í síðari hálfleikinn og gat sig við klassískt leikskipulag sem virkaði vel. Unnu þeir sex lotur í röð til viðbótar og vantaði þá einungis eina í viðbót til að vinna leikinn. Narfi var allt í öllu hjá Vallea, áttu fjölmargar fjórfaldar fellur og rauf 30-múrinn í 22. lotu. Fylki tókst aldeilis að klóra í bakkann undir lokin og vinna 5 lotur þökk sé GoldenBullet sem steig upp á hárréttum tíma en allt kom fyrir ekki. Vallea stóðu því uppi að lokum sem sigurvegarar, úrslitin 16–12. Kórdrengir - Ármann Í lokaleik umferðarinnar mættust Kórdrengir og Ármann í Mirage, korti sem Kórdrengir kunna vel við sig í. Framan af var leikurinn jafn og bæði lið beitt en fljótt fór að síga undan Ármanni og varð ákvarðanaleysi þeim að falli. Kórdrengir sigldu langt fram úr þeim þar sem Snky var fremstur í flokki. Báru tilraunir Ármanns til að taka sér leikhlé og ráða ráðum sínum engan árangur og fyrri hálfleikurinn því einhliða með meiru. Staðan í hálfleik, 12–3 fyrir Kórdrengjum. Ármann hafði yfirhöndina í síðari hálfleik og hentaði varnarhlutverkið þeim greinilega mun betur. Voru þeir komnir á góða siglingu en samt tókst Kórdrengjum að tikka inn stigum hér og þar. Forskotið sem Kórdrengir höfðu unnið sér inn var einfaldlega of stórt og með 16–12 sigri komust þeir loks upp af botni deildarinnar. Staðan Að 19. umferð lokinni er ljóst að Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022. Þórsarar sem eygðu sigurvon um tíma sitja nú í öðru sæti, einungis tveimur stigum á undan Vallea. Ármann situr í fjórða sæti og með einum sigri í viðbót geta þeir tryggt sér það og um leið þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. XY er í fimmta sæti og á enn möguleika á að ná þeim, en Saga, Kórdrengir og Fylkir munu heyja harða botnbaráttu í þeim umferðum sem eftir eru. Næstu leikir Tvær umferðir eru eftir í Ljósleiðaradeildinni og fer sú tuttugasta fram dagana 22. og 25. mars. Dagskrá 20. umferðar er svona: Fylkir – Ármann, 22. mars. kl. 20:30. XY – Vallea, 22. mars. kl. 21:30. Dusty – Þór, 25. mars. kl. 20:30. Saga – Kórdrengir, 25. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Skráning hafin í Opna mótið Á næstu vikum fara þrjú mót fram í CS:GO á Íslandi og sjá má dagsetningarnar hér: Skráning er hafið fyrir Opna mótið og fer hún fram á Challenger Mode svæði Rafíþróttasamtakanna. 64 lið taka þátt og efstu 4 liðin komast á Áskorendamótið. Liðin sem standa sig best þar vinna sér inn þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þar sem bestu lið landsins etja kappi. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Þór – Saga Umferðin hófst á leik Þórs og Sögu í Overpass, sem Þór varð að vinna til að eiga möguleika á titlinum. Saga vann fyrstu lotuna en fljótlega kom í ljós að Þór hafði yfirhöndina í leiknum. Saga náði lotum hér og þar en réð engan veginn við Allee á vappanum og sprengjuregn Þórsara. Staða í hálfleik var því 10–5 fyrir Þór. Þór hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og var einungis einu stigi frá því að vinna leikinn þegar það lifnaði yfir leikmönnum Sögu. ADHD var kominn í gang á vappanum og tókst Sögu að brjóta bæði efnahag og liðsanda Þórsara. Saga tengdi þannig heilar sjö lotur í röð áður en Þór tókst að merja fram sigur í 29. lotu. Úrslitin 16–13 fyrir Þór sem átti þá enn möguleika á að vinna deildina. En ekki lengi. Dusty – XY Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Dusty á móti XY í Nuke. H0Z1D3R var kominn aftur inn í leikmannahóp XY og lék CLVR, þjálfari Dusty, í stað Cryths sem fékk sparkið í síðustu viku. Leikurinn fór vel af stað fyrir Dusty sem komust í stöðuna 3–1. XY átti þó góð svör við leikskipulagi þeirra og skjótt skipuðust veður í lofti. Pandaz var frábær í opnunarhlutverkinu og fylgdi J0n því vel eftir á vappanum. Skyndilega var staðan því orðin 7–3 fyrir XY og Dusty blankir. Dusty tókst þó að grafa sig upp úr þeirri holu og voru langt frá því að gefast upp. Staðan var því 8–7 fyrir XY eftir fyrri hálfleik. Dusty fóru hratt um kortið í upphafi síðari hálfleiks, voru iðulega í yfirtölu og komnir með lausnir á opnunum XY. Þannig náðu þeir að byggja upp gott forskot og náði XY einungis einni lotu í síðari hálfleik. Uppstilling Dusty var gífurlega þétt hvort sem virkinu var haldið á neðra sprengjusvæðinu eða á útisvæðinu. ThorsteinnF átti svo heiðurinn af því að fella J0n til að tryggja Dusty sigurinn í Ljósleiðaradeildinni 2021-2022 í 25. lotu í 16–9 sigri Dusty á XY. Var það einkar viðeigandi að úrslit deildarinnar skyldu ráðast í Nuke, mest spilaða korti tímabilsins. Fylkir – Vallea Á föstudagskvöldið mættust svo Fylkir og Vallea, líka í Nuke. Fylkir stillti upp í einfaldar en árangsríkar aðgerðir í upphafi leiks og voru liðsmenn Vallea svo gott sem ráðalausir með öllu. Fylkir vann fimm lotur í röð áður en Vallea komst á blað. En svo bættu þeir einungis einni lotu við í hálfleiknum. Vallea komst á gott skrið á meðan Fylkir hafði misst meðbyrinn og 8 lotu hrina Vallea kom þeim í góða stöðu fyrir síðari hálfleikinn, 9–6. Vallea hélt uppteknum hætti inn í síðari hálfleikinn og gat sig við klassískt leikskipulag sem virkaði vel. Unnu þeir sex lotur í röð til viðbótar og vantaði þá einungis eina í viðbót til að vinna leikinn. Narfi var allt í öllu hjá Vallea, áttu fjölmargar fjórfaldar fellur og rauf 30-múrinn í 22. lotu. Fylki tókst aldeilis að klóra í bakkann undir lokin og vinna 5 lotur þökk sé GoldenBullet sem steig upp á hárréttum tíma en allt kom fyrir ekki. Vallea stóðu því uppi að lokum sem sigurvegarar, úrslitin 16–12. Kórdrengir - Ármann Í lokaleik umferðarinnar mættust Kórdrengir og Ármann í Mirage, korti sem Kórdrengir kunna vel við sig í. Framan af var leikurinn jafn og bæði lið beitt en fljótt fór að síga undan Ármanni og varð ákvarðanaleysi þeim að falli. Kórdrengir sigldu langt fram úr þeim þar sem Snky var fremstur í flokki. Báru tilraunir Ármanns til að taka sér leikhlé og ráða ráðum sínum engan árangur og fyrri hálfleikurinn því einhliða með meiru. Staðan í hálfleik, 12–3 fyrir Kórdrengjum. Ármann hafði yfirhöndina í síðari hálfleik og hentaði varnarhlutverkið þeim greinilega mun betur. Voru þeir komnir á góða siglingu en samt tókst Kórdrengjum að tikka inn stigum hér og þar. Forskotið sem Kórdrengir höfðu unnið sér inn var einfaldlega of stórt og með 16–12 sigri komust þeir loks upp af botni deildarinnar. Staðan Að 19. umferð lokinni er ljóst að Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022. Þórsarar sem eygðu sigurvon um tíma sitja nú í öðru sæti, einungis tveimur stigum á undan Vallea. Ármann situr í fjórða sæti og með einum sigri í viðbót geta þeir tryggt sér það og um leið þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. XY er í fimmta sæti og á enn möguleika á að ná þeim, en Saga, Kórdrengir og Fylkir munu heyja harða botnbaráttu í þeim umferðum sem eftir eru. Næstu leikir Tvær umferðir eru eftir í Ljósleiðaradeildinni og fer sú tuttugasta fram dagana 22. og 25. mars. Dagskrá 20. umferðar er svona: Fylkir – Ármann, 22. mars. kl. 20:30. XY – Vallea, 22. mars. kl. 21:30. Dusty – Þór, 25. mars. kl. 20:30. Saga – Kórdrengir, 25. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Skráning hafin í Opna mótið Á næstu vikum fara þrjú mót fram í CS:GO á Íslandi og sjá má dagsetningarnar hér: Skráning er hafið fyrir Opna mótið og fer hún fram á Challenger Mode svæði Rafíþróttasamtakanna. 64 lið taka þátt og efstu 4 liðin komast á Áskorendamótið. Liðin sem standa sig best þar vinna sér inn þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þar sem bestu lið landsins etja kappi.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira