Sara með rúmar tvær og hálfa milljón króna í mánaðarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæst íslenskra fótboltakvenna. getty/Giorgio Perottino Aðeins fimmtán leikmenn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru með hærri laun en Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins. Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun.
Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira