Guðrún Helgadóttir er látin Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:03 Guðrún Helgadóttir var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017. Reykjavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Hún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957 til 1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973 til 1980. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Verk Guðrúnar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún var valin Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017 við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðrún bar mikla virðingu fyrir ungu fólki og tengdi vel við það fram á sinn síðasta dag. Hún vakti athygli í fréttum Stöðvar 2 í fyrra þar sem hún kynnti sér TikTok, einn vinsælasta samfélagsmiðil ungu kynslóðarinnar. „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en eldra fólkið,“ sagði Guðrún við þetta tilefni. Hún gæti vel hugsað sér að láta sköpunarkraftinn ráða för og búa til skemmtileg myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Guðrún sat á Alþingi á árunum 1979 til 1995.Alþingi Af mörgum vinsælum verkum Guðrúnar auk þríleiksins um Jón Odd og Jón Bjarna má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Pál Vilhjálmsson, Í afahúsi, leikritið Óvitar, þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, Undir Illgresinu, Litlu greyin, þríleikinn Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita!, Núna heitir hann bara Pétur, Velkominn heim Hannibal Hallsson og Englajól. Guðrún Helgadóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu auk stórriddarakross Fálkaorðunnar. Að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr bíómyndinni sem gerð var eftir bókunum um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna.
Andlát Bókmenntir Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26