Björn Ingi keypti sér miða til Úkraínu aðra leið Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 12:46 Björn Ingi segir ekki hægt að nýta blaðamannapassann betur en þegar maður kaupir bara miða aðra leiðina. Hann veit ekki hvenær hann kemur til baka, það fari að verulegu leyti eftir því hvað Pútín grípur til bragðs. fb Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður er kominn til Úkraínu. Tilgangur fararinnar er að kynna sér aðstæður, viða að sér efni sem hann mun gera grein fyrir á miðli sínum Viljanum, samfélagsmiðlum eftir atvikum og jafnvel fjalla um þetta í bók ef vill. „Er ekki mannkynssagan að gerast hér?“ spyr hann blaðamann Vísis á móti spurður hvað hafi orðið til þess að hann sé nú kominn á átakasvæði. „Þetta er nú ekkert flóknara en svo að mér finnst ekkert merkilegra vera að gerst í heiminum núna. Af því að ég er sjálfstæður í minni blaðamennsku og bókaskrifum get ég tekið svona ákvarðanir og það var það sem ég gerði,“ segir Björn Ingi. Stríðsfréttaritarar og stríðsfréttaritarar Hann hefur í sinni blaðamennsku orðið þekktur fyrir það að taka viðfangsefni sín föstum tökum, eins og sýndi sig þegar Covid-faraldurinn blossaði upp. Þá mætti hann samviskusamlega á hvern einasta fund sem þríeykið boðaði til; landlæknir, sóttvarnarlæknir og almannavarnir. En það er eitt, annað er að fara til lands þar sem stríð geisar. Þekkt er þegar Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður fór til Úkraínu fyrir stríð en forðaði sér þegar fór að draga til tíðinda; þegar innrás Rússa hófst. Hann fékk bágt fyrir á samfélagsmiðlum svo mjög að Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks fundu sig knúin til að senda út tilkynningar þar sem þau lýstu yfir miklum létti að Ingólfur Bjarni væri sloppinn yfir landamærin Úkraína/Pólland. Viðurkennir að hann er hræddur En Björn Ingi stefnir í þveröfuga átt. „Það er auðvitað þannig, það gildir sú regla að það er ekki mælt með því að maður fari til Úkraínu núna og sannarlega varð ég var við það á þessu ferðalagi mínu núna að straumurinn liggur út úr landinu. En hér er talsvert af alþjóðlegum blaðamönnum. En ég er fjögurra barna faðir og ætla ekki að taka mikla áhættu í því en hér eru mjög athyglisverðir hlutir að gerast.“ Björn Ingi hefur tileinkað sér það í sinni blaðamennsku að taka viðfangsefni sín föstum tökum eins og sýndi sig í Covid-faraldrinum. Hann segist ekki sjá að nokkuð athyglisverðara sé að gerast en stríðið í Úkraínu og því sé hann þar nú.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Björn Ingi lýsir því að hann vilji spyrja venjulegt fólk sem býr í Úkraínu um líðan og hvað því eiginlega sýnist um stríðið. Hvað það haldi að muni gerast og hvaða áhrif það muni hafa innan lands og um allan heim. „Það er nú bara þannig að það er ekkert merkilegra í heiminum en akkúrat þetta.“ En ertu ekki hræddur? „Jú, ég verð að viðurkenna það. En þegar menn eru blaðamenn þá er þetta einhvern veginn þannig að atburðir og stemming keyra mann áfram.“ Úkraínumenn munu aldrei gefast upp Björn Ingi var í gærnótt að aðstoða í flóttamannamiðstöð við landamærin Póllandsmegin við að bera töskur fyrir konur með börn, eldra fólk, sem var að koma allslaust til Póllands. „Meðal annars frá Mariupol sem nú hefur sætt sprengjuárásum í um þrjár vikur. Það var að segja okkur útlensku blaðamönnum af því en það hefur ríkt leyndarhjúpur um stöðu mála. Þarna er rafmagnslaust, vatnslaust og búið að sprengja borgina í tætlur. Þetta er rússneskumælandi fólk sem Pútín er núna búinn að rústa. Það stendur ekkert eftir. Kona þaðan sagði við mig að ef þetta er til að bjarga því fólki þá viti hún ekki hvers konar björgun það eiginlega sé?“ Björn Ingi er nú kominn yfir landamærin til Úkraínu. Hann fékk að sitja í með hjálparstarfsmönnum yfir landamærin og innan um birgðapokana. Þeir keyra svo flóttafólk hina leiðina. „Úkraínumenn segjast aldrei ætla að gefast upp. Ég talaði við borgarstjórann í Lvyv og hann sagði mér sagði að úkraínska þjóðin myndi aldrei gefast upp því enginn þar hefði áhuga á að verða hluti af gömlu Sovétríkjunum.“ Veit ekki hvenær hann kemur aftur Björn Ingi segir óvíst hvenær hann komi heim aftur. „Það er ekki hægt að nýta blaðamannapassann betur en þegar maður kaupir bara miða aðra leiðina. Þetta verður allt að koma í ljós hvenær ég kem heim. Auðvitað er Pútín að einhverju leyti sá sem ræður ferðinni. Maður er með einhverja flóttaleið úr landinu en þetta verður bara að koma í ljós.“ Klippa: Björn Ingi á leið til Úkraínu Björn Ingi segist þegar kominn með mikið efni og það komi í ljós hvernig hann vinnur úr því. Og þá ekki síst hver upplifun hans sé því flestir á Vesturlöndum séu blessunarlega fjarri stríðsátökum. „Sem þá áttar sig ekki hvernig þetta er fyrir fólkið sem verður fyrir þessu. Að við skulum vera stödd á árinu 2022 þar sem fólk er að hlaða upp sandpokum á götum úti, ég þurfti að fara í loftvarnarbyrgi í nótt, við forréttindafólkið höfum gott af því að upplifa þetta því þetta er svo nálægt okkur.“ Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Er ekki mannkynssagan að gerast hér?“ spyr hann blaðamann Vísis á móti spurður hvað hafi orðið til þess að hann sé nú kominn á átakasvæði. „Þetta er nú ekkert flóknara en svo að mér finnst ekkert merkilegra vera að gerst í heiminum núna. Af því að ég er sjálfstæður í minni blaðamennsku og bókaskrifum get ég tekið svona ákvarðanir og það var það sem ég gerði,“ segir Björn Ingi. Stríðsfréttaritarar og stríðsfréttaritarar Hann hefur í sinni blaðamennsku orðið þekktur fyrir það að taka viðfangsefni sín föstum tökum, eins og sýndi sig þegar Covid-faraldurinn blossaði upp. Þá mætti hann samviskusamlega á hvern einasta fund sem þríeykið boðaði til; landlæknir, sóttvarnarlæknir og almannavarnir. En það er eitt, annað er að fara til lands þar sem stríð geisar. Þekkt er þegar Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður fór til Úkraínu fyrir stríð en forðaði sér þegar fór að draga til tíðinda; þegar innrás Rússa hófst. Hann fékk bágt fyrir á samfélagsmiðlum svo mjög að Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks fundu sig knúin til að senda út tilkynningar þar sem þau lýstu yfir miklum létti að Ingólfur Bjarni væri sloppinn yfir landamærin Úkraína/Pólland. Viðurkennir að hann er hræddur En Björn Ingi stefnir í þveröfuga átt. „Það er auðvitað þannig, það gildir sú regla að það er ekki mælt með því að maður fari til Úkraínu núna og sannarlega varð ég var við það á þessu ferðalagi mínu núna að straumurinn liggur út úr landinu. En hér er talsvert af alþjóðlegum blaðamönnum. En ég er fjögurra barna faðir og ætla ekki að taka mikla áhættu í því en hér eru mjög athyglisverðir hlutir að gerast.“ Björn Ingi hefur tileinkað sér það í sinni blaðamennsku að taka viðfangsefni sín föstum tökum eins og sýndi sig í Covid-faraldrinum. Hann segist ekki sjá að nokkuð athyglisverðara sé að gerast en stríðið í Úkraínu og því sé hann þar nú.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Björn Ingi lýsir því að hann vilji spyrja venjulegt fólk sem býr í Úkraínu um líðan og hvað því eiginlega sýnist um stríðið. Hvað það haldi að muni gerast og hvaða áhrif það muni hafa innan lands og um allan heim. „Það er nú bara þannig að það er ekkert merkilegra í heiminum en akkúrat þetta.“ En ertu ekki hræddur? „Jú, ég verð að viðurkenna það. En þegar menn eru blaðamenn þá er þetta einhvern veginn þannig að atburðir og stemming keyra mann áfram.“ Úkraínumenn munu aldrei gefast upp Björn Ingi var í gærnótt að aðstoða í flóttamannamiðstöð við landamærin Póllandsmegin við að bera töskur fyrir konur með börn, eldra fólk, sem var að koma allslaust til Póllands. „Meðal annars frá Mariupol sem nú hefur sætt sprengjuárásum í um þrjár vikur. Það var að segja okkur útlensku blaðamönnum af því en það hefur ríkt leyndarhjúpur um stöðu mála. Þarna er rafmagnslaust, vatnslaust og búið að sprengja borgina í tætlur. Þetta er rússneskumælandi fólk sem Pútín er núna búinn að rústa. Það stendur ekkert eftir. Kona þaðan sagði við mig að ef þetta er til að bjarga því fólki þá viti hún ekki hvers konar björgun það eiginlega sé?“ Björn Ingi er nú kominn yfir landamærin til Úkraínu. Hann fékk að sitja í með hjálparstarfsmönnum yfir landamærin og innan um birgðapokana. Þeir keyra svo flóttafólk hina leiðina. „Úkraínumenn segjast aldrei ætla að gefast upp. Ég talaði við borgarstjórann í Lvyv og hann sagði mér sagði að úkraínska þjóðin myndi aldrei gefast upp því enginn þar hefði áhuga á að verða hluti af gömlu Sovétríkjunum.“ Veit ekki hvenær hann kemur aftur Björn Ingi segir óvíst hvenær hann komi heim aftur. „Það er ekki hægt að nýta blaðamannapassann betur en þegar maður kaupir bara miða aðra leiðina. Þetta verður allt að koma í ljós hvenær ég kem heim. Auðvitað er Pútín að einhverju leyti sá sem ræður ferðinni. Maður er með einhverja flóttaleið úr landinu en þetta verður bara að koma í ljós.“ Klippa: Björn Ingi á leið til Úkraínu Björn Ingi segist þegar kominn með mikið efni og það komi í ljós hvernig hann vinnur úr því. Og þá ekki síst hver upplifun hans sé því flestir á Vesturlöndum séu blessunarlega fjarri stríðsátökum. „Sem þá áttar sig ekki hvernig þetta er fyrir fólkið sem verður fyrir þessu. Að við skulum vera stödd á árinu 2022 þar sem fólk er að hlaða upp sandpokum á götum úti, ég þurfti að fara í loftvarnarbyrgi í nótt, við forréttindafólkið höfum gott af því að upplifa þetta því þetta er svo nálægt okkur.“
Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira