Segir Messi ekki vera að snúa aftur á Nývang Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 22:05 Lionel Messi er í dag leikmaður PSG. Shaun Botterill/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Lionel Messi sé að snúa aftur í raðir Börsunga. Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira