Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 21:07 Jón Gnarr ætlar ekki að stofna Lestarflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira