Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun