Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 13:28 Broddi Broddason hefur lesið sína síðustu frétt í hljóðnemann í Efstaleiti. RÚV „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37
Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30