Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Elísabet Hanna skrifar 4. apríl 2022 07:00 Vigdís Erla hefur búið í Berlín síðan 2013. Aðsend. Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvert tókstu stökkið?Ég bý í Berlín, Þýskalandi. Berlín var í raun frekar handahófskennd ákvörðun, en ég vissi að mig langaði að læra ljósmyndun og/eða kvikmyndum úti. Ég googlaði því „film and photography schools” og datt inn á skóla í Berlín. Ég sótti um og komst inn en ég fékk síðan efasemdir um hvort ég væri að gera rétt því ég hafði aldrei komið til Berlínar áður. Ég hef systur minni Járngerði að þakka að ég sé hér í dag en hún dreif mig með sér í helgar ferð til að skoða borgina og skólann. „Ég kolféll fyrir Berlín og það var ekki aftur snúið.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Með hverjum býrðu úti? Ég bý ein, mér finnst það rosalega indælt eftir annasaman dag að koma heim og hafa rými fyrir sjálfa mig. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Já, ég vissi að ég myndi alltaf flytja eitthvert út, hvert vissi ég ekki. Ég hafði áður farið sem skiptinemi til Pórtugals þegar ég var sextán til sautján ára og fannst gaman að kynnast nýrri menningu. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið. Mamma og pabbi tóku á móti mér í Berlín þar sem þau voru á meginlandinu á þessum tíma. Við vorum á hóteli í nokkra daga á meðan við leituðum að íbúð handa mér. Það er eiginlega ótrúlegt hvað það gekk allt upp en á innan við viku fann ég fína stúdíóíbúð á besta stað í Neukölln hverfinu. Hún var innrétt þannig ég þurfti lítið að kaupa og plana. Ég bjó í þessari stúdíóíbúð í þrjú til fjögur ár, þannig það má segja að hún hafi haldið vel um mig. „Með hverju árinu kem ég mér svo betur og betur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda? Berlín er borg sem tekur vel á móti allskonar fólki, það finna flestir sinn stað hérna. Það tekur sinn tíma að komast inn í samfélagið og eignast góðan kjarna enda er borgin stór og mikið af fólki sem kemur og fer. „Það er gott að minna sig á það og vera ekki vonsvikin ef allt gengur ekki upp eins og maður hafði ímyndað sér.“ Það getur tekið á að vera ein og vera fjarri því sem maður þekkir best, en þolinmæði og að vera opin fyrir nýjum hlutum, góðum og slæmum, er algjört lykilatriði. Þá fara hjólin að snúast og þú finnur þinn stað. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig komstu í kynni við vinnuna, námið og verkefnin sem þú ert í? Ég lauk námi með BA gráðu í Film and Motion design árið 2017. Eftir það þá gerði ég stutt internship hjá framleiðslufyrirtæki og í gegnum það þá kynntist ég frábæru fólki í bransanum. Eftir þrjá mánuði þar þá byrjaði ég að vinna sjálfstætt sem videoklippari og ljósmyndari. Fyrstu verkefnin sem klippari fann ég á síðu sem er haldin fyrir fólk í kvikmyndabransanum hérna úti. Með hverju verkefni sem ég tók að mér þá stækkaði tengslanetið. Núna er ég á skrá sem klippari hjá umboðsskrifstofu sem heitir S EC studio, fyrir skapandi fólk í kvikmyndabransanum og kann mjög vel við mig þar. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvers saknarðu mest við Ísland? Hundrað og fimmtíu prósent fjölskyldunnar minnar. Ég tala við þau á hverjum degi en það jafnast ekkert á við að geta komið við heim til mömmu og pabba eða systra minna í kaffi. „Svo sakna ég líka að sjá til sjávar og fjalla.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Að kaupa bjór á yfir þúsund kall á barnum. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig er veðrið? Það er rosalega gott veður hérna frá apríl-október. Góður hiti og frekar stillt. Annars er kalt og grátt hérna á veturnar. Berlín er ekki besti staður til að vera á veturna til að vera alveg hreinskilin. En einvernvegin finnst mér pínu gaman af þessum gráa stað, því þegar sólin kemur og blómin fara blómstra í mars/apríl þá verður þetta allt þess virði. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég hjóla allt, allan ársins hring. Ef ég er ekki hjólandi þá labba ég. Það er oft uppáhalds tíminn minn því þá hringi ég heim í fjölskylduna og tek góð og löng spjöll. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Kemurðu oft til Íslands? Eftir að covid þá hef ég farið sirka tvisvar á ári, um jólin og svo á sumrin. Ég reyni að vera alltaf í dágóðan tíma. Tvær til fjórar vikur til að ná góðum tíma með vinum, fjölskyldu og náttúrunni. „Að fara í góða göngu og ferðalag á sumrin á Íslandi er alltaf toppurinn á árinu.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Matur, leiga og bara lífsstílinn sem maður lifir hérna er ódýrari. En það er hægt að fara fram og til baka að ræða þetta, að hér séu launin verri og því ódýrara að búa. „En á endanum ef maður reiknar þetta allt út þá er alltaf ódýrara að vera hér.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Fyrir covid var mikill umgangur. En eftir að covid skall á þá hef ég ekki fengið margar. Sjáum hvernig þetta ár leggst í ferðalanga! Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég var mikið umkringd Íslendingum þegar ég flutti hingað en minna núna. Ég veit ekki af hverju svo sem, ég held að það sé aðallega vegna þess að það eru flestir fluttir aftur heim sem ég þekkti. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Áttu þér uppáhalds stað?Tempelhof (gamli flugvöllurinn) er og hefur alltaf verið uppáhalds staðurinn minn, það er eini staðurinn í Berlín þar sem maður fær víðsýn, sem kemur næst því að vera við sjóinn og sjá sjóndeildarhringinn. Það gefur mér góða frelsistilfinningu. Ég bý í korter fjarlægð frá honum þannig mér finnst gott að fara þangað í göngutúr eða út að hlaupa. Við vinirnir höngum líka mikið þar á sumrin og njótum sólarlagsins. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Beuster er uppáhalds veitingastaðurinn minn. Annars er Berlín með mjög fjölbreytta matarmenningu þannig ég mæli með að vera óhrædd við að prófa eitthvað nýtt hérna. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? „Berlínar búa kunna að slappa af og njóta.“ Á sumrin fyllast garðarnir af fólki á öllum aldri og fólk fær sér piknik og bjór. Svo er líka mikil dans-menning hérna og flestir sem búa hérna elska að fara á gott rave, hvort sem það er á daginn eða nóttunni. Þannig gott chill og smá dans. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Dagarnir mínir eru mjög breytilegir þar sem ég er sjálfstætt starfandi. Ef ég er með klipp verkefni þá eyði ég deginum í stúdíóinu mínu eða vinn á skrifstofu viðskiptavinarins, fer svolítið eftir verkefninu. Hina dagana sem ég er “off” þá nýti ég tímann til að mála eða taka ljósmyndir. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Ég er að vinna að ljósmyndaverkefni þar sem ég mynda konur heima hjá sér í morgunrútínunni sinni. Ég stefni á að gefa út í ljósmyndabók í lok árs, þannig mikill tími fer í það núna. Ég enda síðan dagana annað hvort á boxæfingu eða með vinum. Hvað er það besta við staðinn þinn? Vinirnir, fjölbreytileikinn og menningin almennt. Berlínarbúar eru yfirleitt frjálslegir og opið fólk, sem ég kann mjög vel við. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvað er það versta við staðinn þinn? Það er mikil hreyfing á fólki og fyrstu árin mín hérna fannst mér alltaf eins og ég þurfti að eignast nýja og nýja vini þar sem fólk kom og fór. En það er hefur reyndar breyst og ég finn fyrir meiri stöðugleika í dag. „Svo er veturinn hérna líka eitt það versta, en sem betur fer stendur hann ekki lengi yfir.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Eins og er þá líður mér vel hér og sé mig ekki fara neitt á næstunni. „Ég er ekki mikið að pæla í framtíðinni en hver veit.“ Stökkið Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“ Alexandra Björgvinsdóttir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði. 20. mars 2022 09:00 Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvert tókstu stökkið?Ég bý í Berlín, Þýskalandi. Berlín var í raun frekar handahófskennd ákvörðun, en ég vissi að mig langaði að læra ljósmyndun og/eða kvikmyndum úti. Ég googlaði því „film and photography schools” og datt inn á skóla í Berlín. Ég sótti um og komst inn en ég fékk síðan efasemdir um hvort ég væri að gera rétt því ég hafði aldrei komið til Berlínar áður. Ég hef systur minni Járngerði að þakka að ég sé hér í dag en hún dreif mig með sér í helgar ferð til að skoða borgina og skólann. „Ég kolféll fyrir Berlín og það var ekki aftur snúið.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Með hverjum býrðu úti? Ég bý ein, mér finnst það rosalega indælt eftir annasaman dag að koma heim og hafa rými fyrir sjálfa mig. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Já, ég vissi að ég myndi alltaf flytja eitthvert út, hvert vissi ég ekki. Ég hafði áður farið sem skiptinemi til Pórtugals þegar ég var sextán til sautján ára og fannst gaman að kynnast nýrri menningu. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið. Mamma og pabbi tóku á móti mér í Berlín þar sem þau voru á meginlandinu á þessum tíma. Við vorum á hóteli í nokkra daga á meðan við leituðum að íbúð handa mér. Það er eiginlega ótrúlegt hvað það gekk allt upp en á innan við viku fann ég fína stúdíóíbúð á besta stað í Neukölln hverfinu. Hún var innrétt þannig ég þurfti lítið að kaupa og plana. Ég bjó í þessari stúdíóíbúð í þrjú til fjögur ár, þannig það má segja að hún hafi haldið vel um mig. „Með hverju árinu kem ég mér svo betur og betur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda? Berlín er borg sem tekur vel á móti allskonar fólki, það finna flestir sinn stað hérna. Það tekur sinn tíma að komast inn í samfélagið og eignast góðan kjarna enda er borgin stór og mikið af fólki sem kemur og fer. „Það er gott að minna sig á það og vera ekki vonsvikin ef allt gengur ekki upp eins og maður hafði ímyndað sér.“ Það getur tekið á að vera ein og vera fjarri því sem maður þekkir best, en þolinmæði og að vera opin fyrir nýjum hlutum, góðum og slæmum, er algjört lykilatriði. Þá fara hjólin að snúast og þú finnur þinn stað. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig komstu í kynni við vinnuna, námið og verkefnin sem þú ert í? Ég lauk námi með BA gráðu í Film and Motion design árið 2017. Eftir það þá gerði ég stutt internship hjá framleiðslufyrirtæki og í gegnum það þá kynntist ég frábæru fólki í bransanum. Eftir þrjá mánuði þar þá byrjaði ég að vinna sjálfstætt sem videoklippari og ljósmyndari. Fyrstu verkefnin sem klippari fann ég á síðu sem er haldin fyrir fólk í kvikmyndabransanum hérna úti. Með hverju verkefni sem ég tók að mér þá stækkaði tengslanetið. Núna er ég á skrá sem klippari hjá umboðsskrifstofu sem heitir S EC studio, fyrir skapandi fólk í kvikmyndabransanum og kann mjög vel við mig þar. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvers saknarðu mest við Ísland? Hundrað og fimmtíu prósent fjölskyldunnar minnar. Ég tala við þau á hverjum degi en það jafnast ekkert á við að geta komið við heim til mömmu og pabba eða systra minna í kaffi. „Svo sakna ég líka að sjá til sjávar og fjalla.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Að kaupa bjór á yfir þúsund kall á barnum. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig er veðrið? Það er rosalega gott veður hérna frá apríl-október. Góður hiti og frekar stillt. Annars er kalt og grátt hérna á veturnar. Berlín er ekki besti staður til að vera á veturna til að vera alveg hreinskilin. En einvernvegin finnst mér pínu gaman af þessum gráa stað, því þegar sólin kemur og blómin fara blómstra í mars/apríl þá verður þetta allt þess virði. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég hjóla allt, allan ársins hring. Ef ég er ekki hjólandi þá labba ég. Það er oft uppáhalds tíminn minn því þá hringi ég heim í fjölskylduna og tek góð og löng spjöll. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Kemurðu oft til Íslands? Eftir að covid þá hef ég farið sirka tvisvar á ári, um jólin og svo á sumrin. Ég reyni að vera alltaf í dágóðan tíma. Tvær til fjórar vikur til að ná góðum tíma með vinum, fjölskyldu og náttúrunni. „Að fara í góða göngu og ferðalag á sumrin á Íslandi er alltaf toppurinn á árinu.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Matur, leiga og bara lífsstílinn sem maður lifir hérna er ódýrari. En það er hægt að fara fram og til baka að ræða þetta, að hér séu launin verri og því ódýrara að búa. „En á endanum ef maður reiknar þetta allt út þá er alltaf ódýrara að vera hér.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Fyrir covid var mikill umgangur. En eftir að covid skall á þá hef ég ekki fengið margar. Sjáum hvernig þetta ár leggst í ferðalanga! Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég var mikið umkringd Íslendingum þegar ég flutti hingað en minna núna. Ég veit ekki af hverju svo sem, ég held að það sé aðallega vegna þess að það eru flestir fluttir aftur heim sem ég þekkti. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Áttu þér uppáhalds stað?Tempelhof (gamli flugvöllurinn) er og hefur alltaf verið uppáhalds staðurinn minn, það er eini staðurinn í Berlín þar sem maður fær víðsýn, sem kemur næst því að vera við sjóinn og sjá sjóndeildarhringinn. Það gefur mér góða frelsistilfinningu. Ég bý í korter fjarlægð frá honum þannig mér finnst gott að fara þangað í göngutúr eða út að hlaupa. Við vinirnir höngum líka mikið þar á sumrin og njótum sólarlagsins. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Beuster er uppáhalds veitingastaðurinn minn. Annars er Berlín með mjög fjölbreytta matarmenningu þannig ég mæli með að vera óhrædd við að prófa eitthvað nýtt hérna. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? „Berlínar búa kunna að slappa af og njóta.“ Á sumrin fyllast garðarnir af fólki á öllum aldri og fólk fær sér piknik og bjór. Svo er líka mikil dans-menning hérna og flestir sem búa hérna elska að fara á gott rave, hvort sem það er á daginn eða nóttunni. Þannig gott chill og smá dans. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Dagarnir mínir eru mjög breytilegir þar sem ég er sjálfstætt starfandi. Ef ég er með klipp verkefni þá eyði ég deginum í stúdíóinu mínu eða vinn á skrifstofu viðskiptavinarins, fer svolítið eftir verkefninu. Hina dagana sem ég er “off” þá nýti ég tímann til að mála eða taka ljósmyndir. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Ég er að vinna að ljósmyndaverkefni þar sem ég mynda konur heima hjá sér í morgunrútínunni sinni. Ég stefni á að gefa út í ljósmyndabók í lok árs, þannig mikill tími fer í það núna. Ég enda síðan dagana annað hvort á boxæfingu eða með vinum. Hvað er það besta við staðinn þinn? Vinirnir, fjölbreytileikinn og menningin almennt. Berlínarbúar eru yfirleitt frjálslegir og opið fólk, sem ég kann mjög vel við. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Hvað er það versta við staðinn þinn? Það er mikil hreyfing á fólki og fyrstu árin mín hérna fannst mér alltaf eins og ég þurfti að eignast nýja og nýja vini þar sem fólk kom og fór. En það er hefur reyndar breyst og ég finn fyrir meiri stöðugleika í dag. „Svo er veturinn hérna líka eitt það versta, en sem betur fer stendur hann ekki lengi yfir.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla (@vigerla) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Eins og er þá líður mér vel hér og sé mig ekki fara neitt á næstunni. „Ég er ekki mikið að pæla í framtíðinni en hver veit.“
Stökkið Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“ Alexandra Björgvinsdóttir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði. 20. mars 2022 09:00 Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Sjá meira
Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01
Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“ Alexandra Björgvinsdóttir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði. 20. mars 2022 09:00
Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00