Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 09:01 Jürgen Klopp fagnar sigrinum á Watford um helgina. Hann hefur væntanlega farið á litla barinn sinn á Anfield eftir leikinn. Getty/Clive Brunskill Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira