Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 11:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. Sóttvarnalæknir greinir frá breytingunni á vef embættis landlæknis og segir að ef uppfærsla lendi á opinberum frídegi þá verði hún framkvæmd næsta virka dag. Fordæmi eru fyrir því að birtingardögum sé fækkað en hluta síðasta sumars voru tölfræðilegar upplýsingar einungis uppfærðar einu sinni í viku. Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður um mánaðamótin þegar fjölmargir sem störfuðu meðal annars við rakningu og eftirlit létu af störfum. Að sögn samskiptastjóra almannavarna starfa nú um þrír til fimm starfsmenn í tengslum við Covid-19 hjá almannavörnum, mest í tengslum við skýrslugerð og rekstur Covid.is. Faraldurinn ekki búinn þó ákveðið hafi verið að draga saman seglin „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu um helgina. Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður,“ sagði Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3. apríl 2022 15:20 Uppfæra covid.is nú aðeins einu sinni í viku Covid.is, upplýsingasíða Landlæknisembættisins og Almannavarna um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, verður héðan í frá aðeins uppfærð á fimmtudögum. 12. júlí 2021 11:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir greinir frá breytingunni á vef embættis landlæknis og segir að ef uppfærsla lendi á opinberum frídegi þá verði hún framkvæmd næsta virka dag. Fordæmi eru fyrir því að birtingardögum sé fækkað en hluta síðasta sumars voru tölfræðilegar upplýsingar einungis uppfærðar einu sinni í viku. Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður um mánaðamótin þegar fjölmargir sem störfuðu meðal annars við rakningu og eftirlit létu af störfum. Að sögn samskiptastjóra almannavarna starfa nú um þrír til fimm starfsmenn í tengslum við Covid-19 hjá almannavörnum, mest í tengslum við skýrslugerð og rekstur Covid.is. Faraldurinn ekki búinn þó ákveðið hafi verið að draga saman seglin „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu um helgina. Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður,“ sagði Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3. apríl 2022 15:20 Uppfæra covid.is nú aðeins einu sinni í viku Covid.is, upplýsingasíða Landlæknisembættisins og Almannavarna um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, verður héðan í frá aðeins uppfærð á fimmtudögum. 12. júlí 2021 11:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3. apríl 2022 15:20
Uppfæra covid.is nú aðeins einu sinni í viku Covid.is, upplýsingasíða Landlæknisembættisins og Almannavarna um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, verður héðan í frá aðeins uppfærð á fimmtudögum. 12. júlí 2021 11:43