Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2022 22:01 Fiskar af þessu einstaka afbrigði verða mjög stórir. Myndin er tekin á Borðeyri árið 2008. Lárus Jón Lárusson Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44