„Leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2022 15:16 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára nálgast Agla María Albertsdóttir fimmtíu landsleiki fyrir Íslands hönd. stöð 2 sport Agla María Albertsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið gangi sátt frá borði eftir 0-5 sigurinn á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fyrradag. „Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira