Samkeppnisstofnun leyfir fákeppni á ferðamarkaði: Ítrekuð samkeppnisbrot leyfð á annað ár Andri Már Ingólfsson skrifar 11. apríl 2022 16:01 Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun