Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 11:29 Trae Young átti góðan leik í liði Atlanta Hawks í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103. Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira