Spánverjar ganga af trúnni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2022 17:02 Rúmlega 17 milljónir Spánverja skilgreina sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Vísir/Getty Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum. Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum.
Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira