Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2022 13:24 Örn Elías Guðmundsson eða Mugison opnar hátíðina í kvöld. visir/Hafþór Gunnarsson Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill. Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill.
Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira