Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2022 19:21 Hjónin Sigríður Karen og Guðjón flott á Akranesi í þjóðbúningnum, sem Sigga Karen saumaði. Vísir/Magnús Hlynur Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur Akranes Handverk Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur
Akranes Handverk Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira