Tímaþjófurinn í borginni! Ómar Már Jónsson skrifar 16. apríl 2022 16:01 Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun