Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. apríl 2022 13:09 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira