Skoðun

Breytingar í Helguvík til framtíðar

Friðjón Einarsson skrifar

Í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­nes­bæjar til árs­ins 2035 er kynnt stefnu­breyt­ing varð­andi upp­bygg­ingu í Helgu­vík. Dregið er tölu­vert úr umfangi iðn­að­ar­svæðis frá því sem áður var sem m.a. felur í sér minni áhættu á meng­un.

Í Helgu­vík er enn gert ráð fyrir upp­bygg­ingu iðn­aðar en áhersla lögð á iðnað sem sam­ræm­ist íbúa­byggð og settir skil­málar um hvers konar iðn­aður megi bæt­ast við. Horfið er frá mengandi iðnaði og stefnt er að því að svæðið verði umhverfisvænt til framtíðar.

Mik­il­vægt er að íbúum í nágrenni við Helguvík verði tryggð heil­næm lífs­skil­yrði og njóti heil­næms og ómeng­aðs umhverf­is. Í nágrenni Helguvíkur eru útivistarsvæði íbúa Reykjanesbæjar

Breyt­ing á aðal­skipu­lagi stuðlar að bættri heilsu íbúa og dregur úr líkum á mengun.

Nýtt aðalskipulag er bylting fyrir íbúa Reykjanesbæjar og nú er horfið frá stóriðjustefnu fyrri ára.

Við viljum hafa hlutina í lagi.

Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×