Fyrir fólkið, fyrst og fremst Valdimar Víðisson og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 19. apríl 2022 07:01 Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks. Allt sett fram með það að markmiði að öll börn hefðu jöfn tækifæri; jafnan aðgang að góðu heilsusamlegu fæði og gætu notið sín í íþróttum og tómstundum, óháð efnahag. Við ætluðum að fjárfesta í fólki og það gerðum við. Aukinn systkinaafsláttur Allt eru þetta baráttumál okkar í Framsókn. Fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt á leikskólagjöldum. Áður en við tókum við var greitt fullt gjald fyrir barn nr. 1, 50% afsláttur var fyrir barn nr. 2 og 75% afsláttur var fyrir barn nr. 3. Við breyttum þessu strax og í dag er áfram fullt gjald fyrir barn nr. 1, 75% afsláttur er fyrir barn nr. 2 og ekki er lengur greitt fyrir fleiri börn. Systkinaafslátturinn á einnig við vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Grunnur að góðum degi Á kjörtímabilinu var byrjað að bjóða upp á hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði, bæði fyrir nemendur og starfsfólk, þeim að kostnaðarlausu. Til viðbótar innleiddum við nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna. Fyrsta skrefið var stigið í upphafi kjörtímabils þegar ekki var greitt fyrir fleiri en tvö börn. Næsta skref var svo stigið við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og nú er að hámarki greitt fyrir 1,75 barn. Við höfum því hafið þá vegferð okkar í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum með mjög markvissum og skilvirkum skrefum. Á næsta kjörtímabili munum við stíga skrefið til fulls. „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert“ Við höfum hækkað frístundastyrkinn á kjörtímabilinu. Markmiðið er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu starfi óháð efnahag fjölskyldna. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til að njóta sín. Hér vitnum við í texta úr lagi Helga Björnssonar sem við þekkjum svo vel og vísar til mikilvægi þess að hver og einn verði að hafa svigrúm og stuðning til að vera hann sjálfur, finna hvar áhuginn liggur, styrkleikinn og geti með þeim hætti blómstrað í lífinu. Það styrkir samfélagið og gerir það betra og fallegra. Á næsta kjörtímabili ætlum við koma á frístundastyrk fyrir öll börn til 18 ára en núna er frístundastyrkur eingöngu fyrir börn á grunnskólaaldri. Fjárfestum í fólki Það er því ljóst að við höfum aukið ráðstöfunartekjur barnmargra heimila og fjölskyldna í Hafnarfirði á kjörtímabilinu. Við höfum fjárfest í fólki. Við ætlum að halda áfram að gera samfélagið betra og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að blómstra, vaxa og dafna í okkar góða bæ fáum við til þess áframhaldandi umboð. Framtíðin ræðst á miðjunni - XB. Valdimar Víðisson, skólastjóri og oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Stuðlaskarðs og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Valdimar Víðisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks. Allt sett fram með það að markmiði að öll börn hefðu jöfn tækifæri; jafnan aðgang að góðu heilsusamlegu fæði og gætu notið sín í íþróttum og tómstundum, óháð efnahag. Við ætluðum að fjárfesta í fólki og það gerðum við. Aukinn systkinaafsláttur Allt eru þetta baráttumál okkar í Framsókn. Fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt á leikskólagjöldum. Áður en við tókum við var greitt fullt gjald fyrir barn nr. 1, 50% afsláttur var fyrir barn nr. 2 og 75% afsláttur var fyrir barn nr. 3. Við breyttum þessu strax og í dag er áfram fullt gjald fyrir barn nr. 1, 75% afsláttur er fyrir barn nr. 2 og ekki er lengur greitt fyrir fleiri börn. Systkinaafslátturinn á einnig við vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Grunnur að góðum degi Á kjörtímabilinu var byrjað að bjóða upp á hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði, bæði fyrir nemendur og starfsfólk, þeim að kostnaðarlausu. Til viðbótar innleiddum við nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna. Fyrsta skrefið var stigið í upphafi kjörtímabils þegar ekki var greitt fyrir fleiri en tvö börn. Næsta skref var svo stigið við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og nú er að hámarki greitt fyrir 1,75 barn. Við höfum því hafið þá vegferð okkar í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum með mjög markvissum og skilvirkum skrefum. Á næsta kjörtímabili munum við stíga skrefið til fulls. „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert“ Við höfum hækkað frístundastyrkinn á kjörtímabilinu. Markmiðið er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu starfi óháð efnahag fjölskyldna. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til að njóta sín. Hér vitnum við í texta úr lagi Helga Björnssonar sem við þekkjum svo vel og vísar til mikilvægi þess að hver og einn verði að hafa svigrúm og stuðning til að vera hann sjálfur, finna hvar áhuginn liggur, styrkleikinn og geti með þeim hætti blómstrað í lífinu. Það styrkir samfélagið og gerir það betra og fallegra. Á næsta kjörtímabili ætlum við koma á frístundastyrk fyrir öll börn til 18 ára en núna er frístundastyrkur eingöngu fyrir börn á grunnskólaaldri. Fjárfestum í fólki Það er því ljóst að við höfum aukið ráðstöfunartekjur barnmargra heimila og fjölskyldna í Hafnarfirði á kjörtímabilinu. Við höfum fjárfest í fólki. Við ætlum að halda áfram að gera samfélagið betra og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að blómstra, vaxa og dafna í okkar góða bæ fáum við til þess áframhaldandi umboð. Framtíðin ræðst á miðjunni - XB. Valdimar Víðisson, skólastjóri og oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Stuðlaskarðs og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun