Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 19:05 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01