BMW segir að tími Tesla á toppnum sé liðinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. apríl 2022 07:00 BMW i4 í forgrunni og iX í bakgrunni. Yfirmaður sölumála hjá BMW, Pieter Nota segir að Tesla hafi haft einstaka stöðu þegar kemur að sölu en segir jafnframt að sá „tími sé liðinn.“ BMW ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaði. Þýski framleiðandinn spáir því að fyrir árið 2030 verði annar hver BMW seldur, hreinn rafbíll. Pieter Nota, til hægri á myndinni, afhendir Lisa Weindl og Linh Doan milljónasta vistvæna BMW-inn sem er framleiddur. Með aukinni sölu sér BMW fyrir sér að skora Tesla á hólm, sérstaklega á Bandaríkjamarkaði. Þess ber að geta að Tesla batt enda á áralanga forystu BMW á lúxusbílamarkaði í Bandaríkjunum í fyrra. BMW ætlar sér að selja 200.000 rafbíla á þessu ári, sem er tvöfalt meira en í fyrra,. Það er þó enn talsvert frá markmiðum Tesla, sem seldi 930.000 rafbíla á síðasta ári og ætlar yfir milljónina í ár. Pieter Nota bætti við í samtali við blaðamenn að hingað til hafi meginþorri kaupenda rafbíla verið nýjungagjarnt fólk en nú sé markaðurinn að færast meira yfir í almenna kaupendur. BMW er að setja tvo nýja rafbíla á markað um þessar mundir. Annars vegar iX sem þegar er kominn út. Hins vegar i4 sem er væntanlegur á árinu. BMW iX er ætlað að keppa við Tesla Model X og i4 er miðað á Model 3. Sala á iX og i4 fer vel af stað samkvæmt Nota. „Við munum reyna á þanþol fyrirtækisins þegar kemur að framleiðslugetu. Eftirspurnin mun vera gríðarleg. Við sjáum það nú þegar með iX og i4,“ sagði Nota. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent
BMW ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaði. Þýski framleiðandinn spáir því að fyrir árið 2030 verði annar hver BMW seldur, hreinn rafbíll. Pieter Nota, til hægri á myndinni, afhendir Lisa Weindl og Linh Doan milljónasta vistvæna BMW-inn sem er framleiddur. Með aukinni sölu sér BMW fyrir sér að skora Tesla á hólm, sérstaklega á Bandaríkjamarkaði. Þess ber að geta að Tesla batt enda á áralanga forystu BMW á lúxusbílamarkaði í Bandaríkjunum í fyrra. BMW ætlar sér að selja 200.000 rafbíla á þessu ári, sem er tvöfalt meira en í fyrra,. Það er þó enn talsvert frá markmiðum Tesla, sem seldi 930.000 rafbíla á síðasta ári og ætlar yfir milljónina í ár. Pieter Nota bætti við í samtali við blaðamenn að hingað til hafi meginþorri kaupenda rafbíla verið nýjungagjarnt fólk en nú sé markaðurinn að færast meira yfir í almenna kaupendur. BMW er að setja tvo nýja rafbíla á markað um þessar mundir. Annars vegar iX sem þegar er kominn út. Hins vegar i4 sem er væntanlegur á árinu. BMW iX er ætlað að keppa við Tesla Model X og i4 er miðað á Model 3. Sala á iX og i4 fer vel af stað samkvæmt Nota. „Við munum reyna á þanþol fyrirtækisins þegar kemur að framleiðslugetu. Eftirspurnin mun vera gríðarleg. Við sjáum það nú þegar með iX og i4,“ sagði Nota.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent