Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 11:19 Brigitte Brugger segir að í raun hvaða fuglategund sem er geti smitast af flensunni. Stöð 2 Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira