Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 20:00 Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55