Oddvitaáskorunin: Fær útrás á handboltaleikjum dótturinnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2022 09:00 Karen í Kópavogi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karen Elísabet Halldórsdóttir leiðir lista Miðflokksins og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Karen Elísabet og er tveggja dætra móðir og hef verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í tæp átta ár. Ég leiði núna lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Ég hef tekið að mér mörg trúnaðarstörf sem gagnast sem dýrmæt reynsla í mörgum málaflokkum og þykir mér vænst um velferðarmálin ásamt listum og menningu. Það sem er áhugaverðast við sveitastjórnarmálin er allt fólkið sem maður kynnist sem er að vinna á bak við tjöldin af samviskusemi og framtíðarsýn sem sjaldan er minnst á þegar klippt er á borða í ýmsum verkefnum. Hóst hóst, herra borgar og bæjarstjórar. Ég hef gráðu í sálfræði og mannauðsstjórnun sem getur reyndar komið sér vel í pólitík. Ég lék mér mikið úti sem krakki og þá í Kjarrhólmablokkinni þar sem að tugir barna voru úti allt árið um kring, enda ekki leyft að leika inni nema í ofsaveðri. Yndislegt að alast þarna upp og enn þekki ég marga sem léku sér þarna með mér. Lögga og bófi, bannað að koma við sand og túttubyssustríð voru vinsæl. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Ég fór frekar ung að vinna eins og tíðkaðist þá. Ég á þrjá bræður og pabbi var forstjóri Steypustöðvarinnar og þar sem að hann kunni ekkert sérstaklega að ala upp stelpu þá fannst honum sjálfsagt að ég yrði send eins og þeir á verkstæðið. Þangað mætti ég 13 ára gömul, sett í samfesting og stáltáarskó og sagt að fara að vinna. Í Steypustöðinni unnu yfir 30 karlar og flestir pössuðu vel upp á mig. Ég lærði ýmislegt á þessum tíma eins og raf og logsjóða, slípa og sprautulakka steypubíla og ég hef líklega sópað einhver tonn af sandi og sementi. Ég lærði einna mest að svara fyrir mig og reyndi eins og ég gat að verja aðrar kynsystur mínar sem komu ekki þarna inn nema á playboy plakötum sem héngu út um allt. Meðfram þessu bar ég bjórkúta inn á krár og skennkti bjór á vínkynningum þar sem að pabba datt í hug að fara að flytja inn þýskan eðalbjór þegar bannið var fellt niður. Ég var að sjálfsögðu langt undir aldri til að gera þetta, eða um 15 ára, en vá hvað þetta var gaman. Seinna fór ég að vinna á Kópavogsvelli og var gerð að verkstjóra og þá kom sér vel að ég var öllum karlrembuhnútum kunnug og kunni vel til verka. Ég lauk að lokum stúdentsprófi og fór að vinna í BM flutningum og lenti þá fyrst á kvennavinnustað og ég verð að segja að það var rosalega erfitt fyrir mig. Ég þótti hafa grófan húmor, orðljót og kunni ekki að tala um hefðbundin kvennaáhugamál, var vægast sagt klaufaleg til að byrja með. En þetta lærðist og þarna eignaðist ég að lokum góðar vinkonur sem ég hitti enn í dag. Við tók svo barnauppeldi, háskólanám og aðkoma að rekstri tveggja veitingahúsa og svo vélaverkstæðis, seinna vann ég sem skrifstofustjóri á deild á Landspítala og núna er ég hjá Raftækjasölunni. Við í Miðflokknum og óháðum bjóðum ekki upp á innantóm kosningaloforð, heldur látum við frá okkur hugmyndir sem við vitum að við getum staðið við. Við viljum blómlegan, snyrtilegan bæ með kraumandi mannlífi. Við viljum lengja opnunartíma sundlauga og samræma þá allt árið um kring, sama viljum við varðandi opnunartíma menningarhúsanna okkar. Það verður sífellt meiri krafa íbúa að hafa markvissa afþreyingu fyrir fjölskyldur og einstaklinga, hvort sem er um að ræða bæjarhátíðir eða aðrar uppákomur og skemmtileg leiksvæði. Við viljum gera göngu og hjólastíga örugga fyrir alla samgöngumáta. Við erum á móti núverandi hugmyndafræði Borgarlínu, sem við teljum vera varasama óvissuferð er varðar fjármögnun sem sveitafélögin geta ekki staðið undir. Einnig er það okkar stefna að kanna ætti til þaula aukinn áhuga almennings á að nota Strætó með því að hafa hann gjaldfrjálsan. Við veltum upp þeirri spurningu hvort launin séu of lág í „besta starfi í heimi“ og þá sérstaklega hjá ófaglærðu starfsfólki leikskólanna sem margt hvert hefur starfað við daggæslu árum saman með tilheyrandi reynslu sem ekki er nægilega metin til launa. Við viljum góðan bæ, hlusta á íbúa og fylgja eftir því að koma Kópavogi á kortið. Klippa: Oddvitaáskorun: Karen Elísabet Halldórsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sorrý Kópavogur, en það er Þórsmörk. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já opnunartímar sundlauga, sem ættu að vera lengri og samræmdir allt árið í kring. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Fæ ákveðna útrás á handboltaleikjum dótturinnar, þar sem ég tel mig geta aðstoðað dómara í leiknum með framíköllum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það er líklega handtaka á táningsgsaldri fyrir læti og leiðindi í miðbænum, smá tími í klefa rétti mig af hef ekki verið sett í járn eftir það. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, lauk, rjómaost og já auðvitað ananas. Hvaða lag peppar þig mest? Lagið í Rocky IV Hearts on fire með John Cafferty. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Já, sæll af hverju ætti ég að taka armbeygjur? Göngutúr eða skokk? Göngutúr úti, skokk á hlaupabretti Uppáhalds brandari? Allir fimm aura brandarar sem hafa verið sagðir, þarf rosa lítið til að láta mig hlægja. Hvað er þitt draumafríi? Langar rosalega að fara og flakka um Ítalíu og taka mér tíma til þess. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var mér erfitt Uppáhalds tónlistarmaður? Núna er Bríet í miklu uppáhaldi hjá mér Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Langur listi og sumt ekki sem hægt er að segja frá hér og alls ekki þegar maður er framboði og vill vera tekin alvarlega. En það skrítnasta nýverið er þegar ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum og leiði nú lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Skrítið og fáránlega skemmtilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Cate Blanchett eða Mads Mikkelsen Hefur þú verið í verbúð? Nei enn vann í sláturhúsi fyrir norðan eftir grunnskólagöngu, nokkuð sérstakt skal ég segja. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump og the Godfather part 1. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég sakna þess að heyra þemalagið ekki lengur á íslensku, sem var mega skrítið og krúttleg tilraun stöðvar tvö til að vernda íslenskuna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Spánar, Barcelona. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Cant walk away, með Herberti G, skammast mín samt ekkert því það er geggjað lag en þykir lummó. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01 Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Karen Elísabet Halldórsdóttir leiðir lista Miðflokksins og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Karen Elísabet og er tveggja dætra móðir og hef verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í tæp átta ár. Ég leiði núna lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Ég hef tekið að mér mörg trúnaðarstörf sem gagnast sem dýrmæt reynsla í mörgum málaflokkum og þykir mér vænst um velferðarmálin ásamt listum og menningu. Það sem er áhugaverðast við sveitastjórnarmálin er allt fólkið sem maður kynnist sem er að vinna á bak við tjöldin af samviskusemi og framtíðarsýn sem sjaldan er minnst á þegar klippt er á borða í ýmsum verkefnum. Hóst hóst, herra borgar og bæjarstjórar. Ég hef gráðu í sálfræði og mannauðsstjórnun sem getur reyndar komið sér vel í pólitík. Ég lék mér mikið úti sem krakki og þá í Kjarrhólmablokkinni þar sem að tugir barna voru úti allt árið um kring, enda ekki leyft að leika inni nema í ofsaveðri. Yndislegt að alast þarna upp og enn þekki ég marga sem léku sér þarna með mér. Lögga og bófi, bannað að koma við sand og túttubyssustríð voru vinsæl. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Ég fór frekar ung að vinna eins og tíðkaðist þá. Ég á þrjá bræður og pabbi var forstjóri Steypustöðvarinnar og þar sem að hann kunni ekkert sérstaklega að ala upp stelpu þá fannst honum sjálfsagt að ég yrði send eins og þeir á verkstæðið. Þangað mætti ég 13 ára gömul, sett í samfesting og stáltáarskó og sagt að fara að vinna. Í Steypustöðinni unnu yfir 30 karlar og flestir pössuðu vel upp á mig. Ég lærði ýmislegt á þessum tíma eins og raf og logsjóða, slípa og sprautulakka steypubíla og ég hef líklega sópað einhver tonn af sandi og sementi. Ég lærði einna mest að svara fyrir mig og reyndi eins og ég gat að verja aðrar kynsystur mínar sem komu ekki þarna inn nema á playboy plakötum sem héngu út um allt. Meðfram þessu bar ég bjórkúta inn á krár og skennkti bjór á vínkynningum þar sem að pabba datt í hug að fara að flytja inn þýskan eðalbjór þegar bannið var fellt niður. Ég var að sjálfsögðu langt undir aldri til að gera þetta, eða um 15 ára, en vá hvað þetta var gaman. Seinna fór ég að vinna á Kópavogsvelli og var gerð að verkstjóra og þá kom sér vel að ég var öllum karlrembuhnútum kunnug og kunni vel til verka. Ég lauk að lokum stúdentsprófi og fór að vinna í BM flutningum og lenti þá fyrst á kvennavinnustað og ég verð að segja að það var rosalega erfitt fyrir mig. Ég þótti hafa grófan húmor, orðljót og kunni ekki að tala um hefðbundin kvennaáhugamál, var vægast sagt klaufaleg til að byrja með. En þetta lærðist og þarna eignaðist ég að lokum góðar vinkonur sem ég hitti enn í dag. Við tók svo barnauppeldi, háskólanám og aðkoma að rekstri tveggja veitingahúsa og svo vélaverkstæðis, seinna vann ég sem skrifstofustjóri á deild á Landspítala og núna er ég hjá Raftækjasölunni. Við í Miðflokknum og óháðum bjóðum ekki upp á innantóm kosningaloforð, heldur látum við frá okkur hugmyndir sem við vitum að við getum staðið við. Við viljum blómlegan, snyrtilegan bæ með kraumandi mannlífi. Við viljum lengja opnunartíma sundlauga og samræma þá allt árið um kring, sama viljum við varðandi opnunartíma menningarhúsanna okkar. Það verður sífellt meiri krafa íbúa að hafa markvissa afþreyingu fyrir fjölskyldur og einstaklinga, hvort sem er um að ræða bæjarhátíðir eða aðrar uppákomur og skemmtileg leiksvæði. Við viljum gera göngu og hjólastíga örugga fyrir alla samgöngumáta. Við erum á móti núverandi hugmyndafræði Borgarlínu, sem við teljum vera varasama óvissuferð er varðar fjármögnun sem sveitafélögin geta ekki staðið undir. Einnig er það okkar stefna að kanna ætti til þaula aukinn áhuga almennings á að nota Strætó með því að hafa hann gjaldfrjálsan. Við veltum upp þeirri spurningu hvort launin séu of lág í „besta starfi í heimi“ og þá sérstaklega hjá ófaglærðu starfsfólki leikskólanna sem margt hvert hefur starfað við daggæslu árum saman með tilheyrandi reynslu sem ekki er nægilega metin til launa. Við viljum góðan bæ, hlusta á íbúa og fylgja eftir því að koma Kópavogi á kortið. Klippa: Oddvitaáskorun: Karen Elísabet Halldórsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sorrý Kópavogur, en það er Þórsmörk. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já opnunartímar sundlauga, sem ættu að vera lengri og samræmdir allt árið í kring. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Fæ ákveðna útrás á handboltaleikjum dótturinnar, þar sem ég tel mig geta aðstoðað dómara í leiknum með framíköllum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það er líklega handtaka á táningsgsaldri fyrir læti og leiðindi í miðbænum, smá tími í klefa rétti mig af hef ekki verið sett í járn eftir það. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, lauk, rjómaost og já auðvitað ananas. Hvaða lag peppar þig mest? Lagið í Rocky IV Hearts on fire með John Cafferty. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Já, sæll af hverju ætti ég að taka armbeygjur? Göngutúr eða skokk? Göngutúr úti, skokk á hlaupabretti Uppáhalds brandari? Allir fimm aura brandarar sem hafa verið sagðir, þarf rosa lítið til að láta mig hlægja. Hvað er þitt draumafríi? Langar rosalega að fara og flakka um Ítalíu og taka mér tíma til þess. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var mér erfitt Uppáhalds tónlistarmaður? Núna er Bríet í miklu uppáhaldi hjá mér Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Langur listi og sumt ekki sem hægt er að segja frá hér og alls ekki þegar maður er framboði og vill vera tekin alvarlega. En það skrítnasta nýverið er þegar ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum og leiði nú lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Skrítið og fáránlega skemmtilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Cate Blanchett eða Mads Mikkelsen Hefur þú verið í verbúð? Nei enn vann í sláturhúsi fyrir norðan eftir grunnskólagöngu, nokkuð sérstakt skal ég segja. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump og the Godfather part 1. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég sakna þess að heyra þemalagið ekki lengur á íslensku, sem var mega skrítið og krúttleg tilraun stöðvar tvö til að vernda íslenskuna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Spánar, Barcelona. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Cant walk away, með Herberti G, skammast mín samt ekkert því það er geggjað lag en þykir lummó. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01 Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 15:01
Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 27. apríl 2022 09:01
Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01