Fullkomið og sögulegt kvöld hjá Chris Paul og þrjú lið fóru áfram í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 07:32 Chris Paul gengur sigurreifur af velli eftir fjórða sigur Phoenix Suns á New Orleans Pelicans í nótt. AP/Gerald Herbert Þrjú einvígi kláruðust í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þar sem Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Dallas Mavericks tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna. Toronto Raptors, New Orleans Pelicans og Utah Jazz eru aftur á móti komin í sumarfrí. Chris Paul skrifaði söguna þegar Phoenix Suns vann 115-109 sigur á New Orleans Pelicans en hann gerði það með því að eiga fullkomnasta kvöldið í sögu úrslitakeppninnar. Paul hitti nefnilega úr öllum fjórtán skotum sínum í leiknum. 14 for 14.No one has made as many shots without a miss in the postseason as @CP3 did tonight in the @Suns series-clinching win. pic.twitter.com/pOzjs1fkXe— NBA (@NBA) April 29, 2022 Enginn hefur hitt úr jafnmörgum skotum í einum leik í úrslitakeppni án þess að klikka en Paul var með 33 stig og 8 stoðsendingar í leiknum. Phoenix Suns liðið þurfti því á leiðtoga sínum að halda því liðið var tíu stigum undir í hálfleik. Það munaði lika mikið um það að Devin Booker gat spilað á ný eftir níu daga fjarveru vegna tognunar aftan í læri í leik tvö. Hann skoraði 13 stig á 32 mínútum. Miðherjinn Deandre Ayton var síðan með 22 stig en hann nýtti 10 af 12 skotum sínum. Brandon Ingram var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 11 stoðsendingar. James Harden comes up big on the road, sending the @sixers to Round 2!22 PTS | 15 AST pic.twitter.com/ffQb5lrX6X— NBA (@NBA) April 29, 2022 Joel Embiid og James Harden voru báðir öflugir þegar Philadelphia 76ers burstaði Toronto Raptors 132-97 á útivelli og tryggði sér einvígi á móti Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Embiid var með 33 stig og 10 fráköst en Harden bætti við 22 stig og 15 stoðsendingum. Philadelphia kom í 3-0 í einvíginu en hafði tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid powers the @sixers to the East Semis!33 points10 boards3 blocks#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/6QkWkp6Qiy— NBA (@NBA) April 29, 2022 Það voru fleiri að spila vel hjá 76ers því Tyrese Maxey skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 19 stig og 11 fráköst. Chris Boucher var stigahæstur hjá Toronto með 25 stig og 10 fráköst en Pascal Siakam skoraði 24 stig. Jalen Brunson puts the @dallasmavs on top!He now heads to the free-throw line with DAL up 1... 4.3 left on TNT pic.twitter.com/qhRnS3EnSA— NBA (@NBA) April 29, 2022 Luka Doncic og Jalen Brunson voru báðir með 24 stig þegar Dallas Mavericks tryggði sér sigur í einvíginu á móti Utah Jazz með 98-96 útisigri. Brunson skoraði fjögur síðustu stig Dallas í leiknum og Utah fékk eitt skot í lokin en klikkaði. Auk stiganna var Doncic líka með 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 varin skot og 2 stolna bolta. Spencer Dinwiddie skoraði 19 stig og Dorian Finney-Smith var með 18 stig. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst en Bojan Bogdanovic skoraði 19 stig. Dallas Mavericks og Phoenix Suns munu mætast í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Hard-fought series! pic.twitter.com/VFdFiHJ0jP— NBA (@NBA) April 29, 2022 Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3) Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Chris Paul skrifaði söguna þegar Phoenix Suns vann 115-109 sigur á New Orleans Pelicans en hann gerði það með því að eiga fullkomnasta kvöldið í sögu úrslitakeppninnar. Paul hitti nefnilega úr öllum fjórtán skotum sínum í leiknum. 14 for 14.No one has made as many shots without a miss in the postseason as @CP3 did tonight in the @Suns series-clinching win. pic.twitter.com/pOzjs1fkXe— NBA (@NBA) April 29, 2022 Enginn hefur hitt úr jafnmörgum skotum í einum leik í úrslitakeppni án þess að klikka en Paul var með 33 stig og 8 stoðsendingar í leiknum. Phoenix Suns liðið þurfti því á leiðtoga sínum að halda því liðið var tíu stigum undir í hálfleik. Það munaði lika mikið um það að Devin Booker gat spilað á ný eftir níu daga fjarveru vegna tognunar aftan í læri í leik tvö. Hann skoraði 13 stig á 32 mínútum. Miðherjinn Deandre Ayton var síðan með 22 stig en hann nýtti 10 af 12 skotum sínum. Brandon Ingram var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 11 stoðsendingar. James Harden comes up big on the road, sending the @sixers to Round 2!22 PTS | 15 AST pic.twitter.com/ffQb5lrX6X— NBA (@NBA) April 29, 2022 Joel Embiid og James Harden voru báðir öflugir þegar Philadelphia 76ers burstaði Toronto Raptors 132-97 á útivelli og tryggði sér einvígi á móti Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Embiid var með 33 stig og 10 fráköst en Harden bætti við 22 stig og 15 stoðsendingum. Philadelphia kom í 3-0 í einvíginu en hafði tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid powers the @sixers to the East Semis!33 points10 boards3 blocks#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/6QkWkp6Qiy— NBA (@NBA) April 29, 2022 Það voru fleiri að spila vel hjá 76ers því Tyrese Maxey skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 19 stig og 11 fráköst. Chris Boucher var stigahæstur hjá Toronto með 25 stig og 10 fráköst en Pascal Siakam skoraði 24 stig. Jalen Brunson puts the @dallasmavs on top!He now heads to the free-throw line with DAL up 1... 4.3 left on TNT pic.twitter.com/qhRnS3EnSA— NBA (@NBA) April 29, 2022 Luka Doncic og Jalen Brunson voru báðir með 24 stig þegar Dallas Mavericks tryggði sér sigur í einvíginu á móti Utah Jazz með 98-96 útisigri. Brunson skoraði fjögur síðustu stig Dallas í leiknum og Utah fékk eitt skot í lokin en klikkaði. Auk stiganna var Doncic líka með 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 varin skot og 2 stolna bolta. Spencer Dinwiddie skoraði 19 stig og Dorian Finney-Smith var með 18 stig. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst en Bojan Bogdanovic skoraði 19 stig. Dallas Mavericks og Phoenix Suns munu mætast í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Hard-fought series! pic.twitter.com/VFdFiHJ0jP— NBA (@NBA) April 29, 2022 Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3) Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 109-115 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 97-132 Utah Jazz - Dallas Mavericks 96-98 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 4-2 Toronto Raptors (5) BÚIÐ Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 4-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) BÚIÐ (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 4-2 Utah Jazz (5) BÚIÐ - Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat - Philadelphia 76ers (4. sæti) (2) Boston Celtics - Milwaukee Bucks (3) Vesturdeildin: (1) Phoenix Suns - Dallas Mavericks (4) (2) Memphis Grizzlies/Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors (3)
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira