Baráttukveðjur Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. maí 2022 11:02 Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun