Skoðun

Reykjavíkurborg traðkar á hagsmunum almennings og vinnur gegn lögbundnu lýðræði - hindrar íbúðauppbyggingu í 3 ár

Hilmar Páll Jóhannsson skrifar

Gerð hafa verið stór mistök. Einkavegur var gerður fyrir 1 aðila sem er nú staðfest með gögnum að hafi ruglað alla hæðarsetningu í Gufunesi. Gögnum hefur verið haldið frá aðstandendum og reynt að þagga málið í þrjú ár. Ekki hefur einu sinni verið fylgt lögbundnu samráðsferli. 

Reykjavíkurborg hefur ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. Skipulagsreglugerð og fylgir ekki þingfestu skipulagi, rangar skráningar á landslagi staðfestar í gögnum. Þar sem gögnum er leynt í áraraðir og allri umræðu frestað, þar er spilling. 

Ímyndið ykkur að borginn hækki hjá ykkur lóð svo þið þyrftuð að ganga 3 tröppur inn og niður í íbúð ykkar sem áður var á jarðhæð, svona er hönnun í teikningasetti framkvæmda samt engin mistök. 

Loftkastalinn hefur bent á þetta frá upphafi en meirihluti borgarstjórnar kann ekki að taka á móti ábendingum og móðgast og fer í vörn. Nú er svo komið að Reykjavíkurborg getur aldrei afhent þá vöru sem Loftkastalanum var seld nema að grafa upp og færa allar lagnir neðar og gera götu upp á nýtt. Allt út frá því að ekki var hlustað á ábendingar. 

Þetta er að okkar mati mun stærra mál og meira en Braggamálið en mun alvarlegra því það beinist gegn borgarbúum og því var brugðið á það ráð að leyna gögnum sem Loftkastalinn hefur nú komist yfir. 

Meirihlutin í borginn fór með rangar fullyrðingar til úrskurðanefndar og sendi minnisblöð með landslagi mun hærra skráðu til að villa um fyrir úrskurðarnefnd

Þreyta fólk, það er ódýrara en að viðurkenna mistök og að reyna að keyra einkaaðila í kaf með þessum aðferðum hefur líklega verið beint gegn fleirum enn okkur. 

Með aðferðum meirihluta borgarstjórnar er ekki farið eftir lögbundnu lýðræði né lögum og hefur því Loftkastalinn tekið á það ráð að leggja fram kærur til héraðssaksóknara fyrir brot á hegningarlögum, skipulagslögum og stjórnarskrá á hendur Degi B borgarstjóra, Birni Axelsyni skipulagsfulltrúa og Harra Ormarsyni lögfræðings skipulags og ráðgjafa hjá umboðsmanni borgarbúa sem vinnur beggja megin við borðið þannig að frá sjónarhorni okkar er umboðsmaður bara sýndarveruleiki til að blekkja almenning. 

Allt hefur verið gert til að þetta mál komi ekki upp á yfirborð fyrir kosningar. 

P.s. Dagur getur ekki eytt tölvupósti eins og síðast.

Höfundur er starfsmaður Loftkastalans.


Tengdar fréttir




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×