Hljóðið í stimplunum getur komið upp um kjósandann Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 10:56 Lagt er upp með að kosningarnar séu leynilegar. En kjósandi á Vesturlandi bendir á að ef hann ætli að skila auðu og lýsa þannig því yfir að ekkert framboð hugnist sér, þá þýði það að afstaða hans sé ljós þeim sem utan kjörklefans eru. vísir/vilhelm Hljóðið í stimplunum sem notaðir eru til að greiða atkvæði geta afhjúpað hina áskyldu leynd í komandi kosningunum. Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira