Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:45 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræðir við aðstoðarmann sinn, Jökul Elísabetarson. Vísir/Vilhelm Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. „Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
„Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira