Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 06:53 Íhaldsmenn eru nú í meirihluta meðal dómara hæstaréttar, eftir að Donald Trump skipaði þrjá á sínum stutta valdatíma. Hæstiréttur Bandaríkjanna Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin. Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin.
Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira