Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. maí 2022 07:01 Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa er ein þeirra sem vinnur markvisst af því að innleiða svefnstjórnun á vinnustaðnum. Liður í því er að bjóða starfsfólki sem glímir við svefnvanda upp á svefnráðgjöf en eins er mikil áhersla lögð á fræðslu um mikilvægi svefnsins. Gunnur segir erfitt að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks án þess að horfa til svefnsins. Vísir/Vilhelm Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. „Ég hugsa að þegar fyrirtæki hafa ákveðið að setja sér stefnu í að stuðla að vellíðan starfsfólks og eru sífellt að leita leiða til að mæta því, þá auðveldar það ákvörðun um að fjárfesta á þennan hátt í þágu fólksins,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa um þá leið sem fyrirtækið hefur valið að fara til að innleiða svefnstjórnun hjá sér. Liður í þeirri vegferð er að 100 stjórnendum Samkaupa var boðið á ráðstefnu um svefn sem haldin var í Hörpu á dögunum. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ávinninginn af því fyrir íslenskt atvinnulíf að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum og dæmi tekin um það hvað íslensk fyrirtæki eru að gera í þeim efnum. Að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum Síðustu misseri hefur Atvinnulífið fjallað nokkuð um það hvernig sú þróun er að verða erlendis að vinnustaðir skoða leiðir til að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum. Ávinningurinn felur í sér betri heilsu og vellíðan starfsmanna en eins hafa rannsóknir sýnt að svefnleysi dregur úr framleiðni vinnustaða, fjölgar veikindadögum og eykur líkur á vinnuslysum. Gunnur segir Samkaup hafa verið á þeirri vegferð um nokkurn tíma að vera stöðugt að leita leiða til að stuðla að betri vellíðan starfsfólks. „Svefn er ein af grunnstoðum almenns heilbrigðis og góður svefn er eitt mikilvægasta tólið sem við höfum til að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan.“ Sú leið sem Samkaup ákvað að fara var að byrja á því að fræða stjórnendur sérstaklega um mikilvægi svefns og hvaða áhrif hann hefur á líðan. Með það fyrir augum að stjórnendur geti miðlað þekkingunni áfram til starfsfólks. „Þegar við sofum fara ýmis nauðsynleg ferli líkamans af stað. Líkaminn losar sig til að mynda við eiturefni og endurheimtir líkamlega, hugræna og andlega orku. Heilinn forgangsraðar einnig upplýsingum í minninu og myndun nauðsynlegra vaxtarhormóna fer af stað. Við reynum að miðla því til okkar stjórnenda og starfsfólks að vera meðvitað um þessa þætti, því öll viljum við vera með góða orku og þannig skilar það sér áfram til hvers einstaklings.“ Liður í þessari fræðslu var að skrá 100 stjórnendur á ráðstefnu um svefn. En meira hefur líka verið gert og skoðað. Við höfum til dæmis verið að horfa betur inn á það hvort hagræða þurfi betur vaktarplönum og öðru í vinnutíma starfsfólks út frá þessari vitneskju sem við höfum,“ segir Gunnur. Hópmynd frá Hörpu því á dögunum var 100 stjórnendum hjá Samkaupum boðið á ráðstefnu þar um svefn. Gunnur segir markmiðið með því að fræða stjórnendur sérstaklega um mikilvægi svefnsins sé meðal annars það að miðla þeim upplýsingum og þekkingu til starfsfólks sem lið í því að auka á vellíðan þeirra. Svefnráðgjöf og námskeið Gunnur segist vona að það að innleiða svefnstjórnun á vinnustaðinn eigi smátt og smátt eftir að verða að vitundavakningu hjá sem flestum. Enda erfitt að huga að aukinni vellíðan starfsfólks nema að horfa á svefn. „Það þekkja flestir hvaða áhrif svefnleysi getur haft, á almenna líðan og frammistöðu. Andleg heilsa og svefn tengjast sterkum böndum. Við teljum að sterkasta vopnið sem við höfum í hverju málefni er þekking og fræðsla, þannig að með því að setja svefn í forgang og fræða okkar fólk um svefn, erum við að stuðla að vellíðan starfsfólks,“ segir Gunnur. Þessu tengt er starfsfólki því boðið upp á bæði námskeið og ráðgjöf. Viðbót við það að hafa boðið stjórnendum á ráðstefnuna á mánudag, þá erum við einnig með rafrænt námskeið fyrir allt okkar starfsfólk um mikilvægi svefns og hvernig hægt er að takast á við svefnleysi ef það er til staðar. Til viðbótar bjóðum við sem hluti af okkar velferðarpakka, svefnráðgjöf fyrir það starfsfólk sem óskar eftir þeirri þjónustu.“ Þá segist Gunnur meðvituð um að sérstök áskorun sé síðan að mæta því fólki sem er að vinna á öðrum tímum sólahrings en dagvinnu. „Til dæmis með tilliti til þess hvaða áhrif það getur haft og hvernig við getum haldið áfram fræðslu um svefn vaktavinnufólks.“ Eitt af því sem fram kom í viðtali Atvinnulífsins við dr. Erlu Björnsdóttur hjá Betri svefni í gær var að viðhorf, hegðun og meðvitund stjórnenda um mikilvægi svefns skiptir miklu máli. Við spurðum Gunni því hvort hún hefði persónulega áhuga á góðum svefni og hvort hún teldi líklegra að ákvarðanir um svefnstjórnun á vinnustöðum verði að veruleika ef stjórnendur eru sjálfir meðvitaðir um mikilvægi svefnsins. „Já, mjög svo. Ég held að flest öll okkar hafa á einhverjum tímapunkti fundið fyrir svefnleysi eða einhverskonar röskun á svefni. Og þegar maður finnur muninn á því hvaða áhrif það hefur að halda svefninum í góðu lagi, er alveg gríðarlegur. Ég tel líka að þegar við erum meðvituð þá hjálpar það okkur við taka ákvörðun um forgangsröðun.“ Heilsa Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Svefn Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég hugsa að þegar fyrirtæki hafa ákveðið að setja sér stefnu í að stuðla að vellíðan starfsfólks og eru sífellt að leita leiða til að mæta því, þá auðveldar það ákvörðun um að fjárfesta á þennan hátt í þágu fólksins,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa um þá leið sem fyrirtækið hefur valið að fara til að innleiða svefnstjórnun hjá sér. Liður í þeirri vegferð er að 100 stjórnendum Samkaupa var boðið á ráðstefnu um svefn sem haldin var í Hörpu á dögunum. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ávinninginn af því fyrir íslenskt atvinnulíf að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum og dæmi tekin um það hvað íslensk fyrirtæki eru að gera í þeim efnum. Að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum Síðustu misseri hefur Atvinnulífið fjallað nokkuð um það hvernig sú þróun er að verða erlendis að vinnustaðir skoða leiðir til að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum. Ávinningurinn felur í sér betri heilsu og vellíðan starfsmanna en eins hafa rannsóknir sýnt að svefnleysi dregur úr framleiðni vinnustaða, fjölgar veikindadögum og eykur líkur á vinnuslysum. Gunnur segir Samkaup hafa verið á þeirri vegferð um nokkurn tíma að vera stöðugt að leita leiða til að stuðla að betri vellíðan starfsfólks. „Svefn er ein af grunnstoðum almenns heilbrigðis og góður svefn er eitt mikilvægasta tólið sem við höfum til að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan.“ Sú leið sem Samkaup ákvað að fara var að byrja á því að fræða stjórnendur sérstaklega um mikilvægi svefns og hvaða áhrif hann hefur á líðan. Með það fyrir augum að stjórnendur geti miðlað þekkingunni áfram til starfsfólks. „Þegar við sofum fara ýmis nauðsynleg ferli líkamans af stað. Líkaminn losar sig til að mynda við eiturefni og endurheimtir líkamlega, hugræna og andlega orku. Heilinn forgangsraðar einnig upplýsingum í minninu og myndun nauðsynlegra vaxtarhormóna fer af stað. Við reynum að miðla því til okkar stjórnenda og starfsfólks að vera meðvitað um þessa þætti, því öll viljum við vera með góða orku og þannig skilar það sér áfram til hvers einstaklings.“ Liður í þessari fræðslu var að skrá 100 stjórnendur á ráðstefnu um svefn. En meira hefur líka verið gert og skoðað. Við höfum til dæmis verið að horfa betur inn á það hvort hagræða þurfi betur vaktarplönum og öðru í vinnutíma starfsfólks út frá þessari vitneskju sem við höfum,“ segir Gunnur. Hópmynd frá Hörpu því á dögunum var 100 stjórnendum hjá Samkaupum boðið á ráðstefnu þar um svefn. Gunnur segir markmiðið með því að fræða stjórnendur sérstaklega um mikilvægi svefnsins sé meðal annars það að miðla þeim upplýsingum og þekkingu til starfsfólks sem lið í því að auka á vellíðan þeirra. Svefnráðgjöf og námskeið Gunnur segist vona að það að innleiða svefnstjórnun á vinnustaðinn eigi smátt og smátt eftir að verða að vitundavakningu hjá sem flestum. Enda erfitt að huga að aukinni vellíðan starfsfólks nema að horfa á svefn. „Það þekkja flestir hvaða áhrif svefnleysi getur haft, á almenna líðan og frammistöðu. Andleg heilsa og svefn tengjast sterkum böndum. Við teljum að sterkasta vopnið sem við höfum í hverju málefni er þekking og fræðsla, þannig að með því að setja svefn í forgang og fræða okkar fólk um svefn, erum við að stuðla að vellíðan starfsfólks,“ segir Gunnur. Þessu tengt er starfsfólki því boðið upp á bæði námskeið og ráðgjöf. Viðbót við það að hafa boðið stjórnendum á ráðstefnuna á mánudag, þá erum við einnig með rafrænt námskeið fyrir allt okkar starfsfólk um mikilvægi svefns og hvernig hægt er að takast á við svefnleysi ef það er til staðar. Til viðbótar bjóðum við sem hluti af okkar velferðarpakka, svefnráðgjöf fyrir það starfsfólk sem óskar eftir þeirri þjónustu.“ Þá segist Gunnur meðvituð um að sérstök áskorun sé síðan að mæta því fólki sem er að vinna á öðrum tímum sólahrings en dagvinnu. „Til dæmis með tilliti til þess hvaða áhrif það getur haft og hvernig við getum haldið áfram fræðslu um svefn vaktavinnufólks.“ Eitt af því sem fram kom í viðtali Atvinnulífsins við dr. Erlu Björnsdóttur hjá Betri svefni í gær var að viðhorf, hegðun og meðvitund stjórnenda um mikilvægi svefns skiptir miklu máli. Við spurðum Gunni því hvort hún hefði persónulega áhuga á góðum svefni og hvort hún teldi líklegra að ákvarðanir um svefnstjórnun á vinnustöðum verði að veruleika ef stjórnendur eru sjálfir meðvitaðir um mikilvægi svefnsins. „Já, mjög svo. Ég held að flest öll okkar hafa á einhverjum tímapunkti fundið fyrir svefnleysi eða einhverskonar röskun á svefni. Og þegar maður finnur muninn á því hvaða áhrif það hefur að halda svefninum í góðu lagi, er alveg gríðarlegur. Ég tel líka að þegar við erum meðvituð þá hjálpar það okkur við taka ákvörðun um forgangsröðun.“
Heilsa Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Svefn Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00