Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 13:31 Einar Þorsteinn Ólafsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar. Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar.
Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira