Kyana verður ekki send úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 16:05 Kyana Sue Powers þarf ekki að yfirgefa landið eftir allt saman. Vísir/Arnar Áhrifavaldurinn Kyana Sue Power verður ekki send úr landi líkt og átti að gera síðar í mánuðinum. Í dag fékk hún dvalar- og atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. Frá þessu er greint á vef RÚV. Á þriðjudaginn var Kyönu tilkynnt að hún þyrfti að yfirgefa landið á næstu þrjátíu dögum eftir að kærunefnd útlendingamála hafnaði kæru hennar. Kyana hefur verið búsett á Íslandi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september árið 2020. Það rann hins vegar út í maí í fyrra. Á meðan hún var hér sem námsmaður varð hún ástfangin af landi og þjóð og sótti hún því um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun umsókn hennar um atvinnuleyfi. Ellefu dögum síðar synjaði Útlendingastofnun dvalarleyfisumsókn hennar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Hún kærði niðurstöðuna en kærunni var einnig synjað. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Nýlega fékk Vinnumálastofnun þó í hendurnar ný gögn og breytti úrskurðinum. Samkvæmt RÚV voru upplýsingar í gögnunum frá fyrirtækjum sem Kyana hefur verið að starfa fyrir. Samfélagsmiðlar Innflytjendamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Frá þessu er greint á vef RÚV. Á þriðjudaginn var Kyönu tilkynnt að hún þyrfti að yfirgefa landið á næstu þrjátíu dögum eftir að kærunefnd útlendingamála hafnaði kæru hennar. Kyana hefur verið búsett á Íslandi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september árið 2020. Það rann hins vegar út í maí í fyrra. Á meðan hún var hér sem námsmaður varð hún ástfangin af landi og þjóð og sótti hún því um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun umsókn hennar um atvinnuleyfi. Ellefu dögum síðar synjaði Útlendingastofnun dvalarleyfisumsókn hennar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Hún kærði niðurstöðuna en kærunni var einnig synjað. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Nýlega fékk Vinnumálastofnun þó í hendurnar ný gögn og breytti úrskurðinum. Samkvæmt RÚV voru upplýsingar í gögnunum frá fyrirtækjum sem Kyana hefur verið að starfa fyrir.
Samfélagsmiðlar Innflytjendamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira