Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 16:35 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA, mega vera ánægðir með stigin þrjú í dag. Mynd/Þór/KA Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er. Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er.
Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45