Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð? Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 8. maí 2022 19:45 Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun