Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2022 10:36 Kjósendur í Kópavogi fá að velja milli átta framboða í ár. vísir/vilhelm Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira