Átök um hvort byggja eigi í hrauninu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2022 23:01 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum vill láta kanna hvort íbúar í Vestmannaeyjum vilji láta byggja á hrauntungu við hafnarsvæðið í miðbænum. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi viðlagastjóri bæjarins segir það alls ekki ráðlegt. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni. Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland. Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland.
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira