Skoðun

Meiri­hlutinn í Kópa­vogi fallinn

Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar

Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Sorgleg lesning

Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi.

Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum.

Ekki klikka

Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu.

Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×