Valið er skýrt í Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:31 Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun