„Yrði risastórt fyrir Tindastól að fara aftur á Krókinn með 2-1 forystu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 15:31 Valsmaðurinn Kristófer Acox reynir hér að komast framhjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og varnarmönnum Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn Staðan er jöfn í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla og liðin spila fyrir framan uppseldum Hlíðarenda í kvöld. „Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira