Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Einar Þorsteinsson skrifar 12. maí 2022 18:16 Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun