Skapandi frelsi fyrir skólastjórnendur og jöfnuður fyrir nemendur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 15:21 Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun