Phil Mickelson dregur sig úr PGA meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:00 Phil Mickelson mun ekki verja titilinn á PGA meistaramótinu. Luke Walker/WME IMG/WME IMG via Getty Images Ríkjandi meistari Phil Mickelson mun ekki verja titil sinn á PGA meistaramótinu sem fram fer næstu helgi þar sem hann hefur dregið sig úr leik. Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“ Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“
Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01