Í-listinn með hreinan meirihluta samkvæmt fyrstu tölum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2022 02:09 Í-listinn Í- listi Ísafjarðarbæjar hlýtur skínandi góða kosningu samkvæmt fyrstu tölum og eru með hreinan meirihluta. Nóttin er auðvitað ung og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Í-listinn með Gylfa Ólafsson í broddi fylkingar er samkvæmt fyrstu tölum með 49,1% og bætir við sig einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynda núverandi meirihluta í Ísafjarðarbæ en samkvæmt fyrstu tölum er meirihlutinn fallinn. Fréttastofa náði tali af Gylfa sem var staddur á kosningavöku í Edinborgarhúsinu. Hann var að vonum ánægður með fyrstu tölur en varfærinn á sama tíma. Hann vildi bíða með yfirlýsingar þar til búið væri að kynna lokatölur en fékkst þó til þess að segja hvað hann læsi úr þessum fyrstu tölum. „Við lesum bara úr því að það sé vilji kjósenda að fá nýjan meirihluta til valda og að Arna Lára eigi að verða næsti bæjarstjóri.“ Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar 5. sæti listans, er bæjarstjóraefni Í-listans. Hann sagði að skipulagsmálin væru efst á blaði að afloknum kosningum. Verktakar væru loksins orðnir spenntir fyrir því að byggja og að það megi ekki standa á Ísafjarðarbæ. Bæði atvinnulífið og íbúar bæjarins hafi kallað eftir frekari uppbyggingu. Fyrstu tölur: B-listi Framsóknar: 28,1% með tvo fulltrúa D-listi Sjálfstæðisflokks: 21,1% með tvo fulltrúa, tapar einum. Í-listi Ísafjarðarlista: 49,1% með fimm fulltrúa, bætir við sig einum P-listi Pírata: 1,8% með engan fulltrúa Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í-listinn með Gylfa Ólafsson í broddi fylkingar er samkvæmt fyrstu tölum með 49,1% og bætir við sig einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynda núverandi meirihluta í Ísafjarðarbæ en samkvæmt fyrstu tölum er meirihlutinn fallinn. Fréttastofa náði tali af Gylfa sem var staddur á kosningavöku í Edinborgarhúsinu. Hann var að vonum ánægður með fyrstu tölur en varfærinn á sama tíma. Hann vildi bíða með yfirlýsingar þar til búið væri að kynna lokatölur en fékkst þó til þess að segja hvað hann læsi úr þessum fyrstu tölum. „Við lesum bara úr því að það sé vilji kjósenda að fá nýjan meirihluta til valda og að Arna Lára eigi að verða næsti bæjarstjóri.“ Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar 5. sæti listans, er bæjarstjóraefni Í-listans. Hann sagði að skipulagsmálin væru efst á blaði að afloknum kosningum. Verktakar væru loksins orðnir spenntir fyrir því að byggja og að það megi ekki standa á Ísafjarðarbæ. Bæði atvinnulífið og íbúar bæjarins hafi kallað eftir frekari uppbyggingu. Fyrstu tölur: B-listi Framsóknar: 28,1% með tvo fulltrúa D-listi Sjálfstæðisflokks: 21,1% með tvo fulltrúa, tapar einum. Í-listi Ísafjarðarlista: 49,1% með fimm fulltrúa, bætir við sig einum P-listi Pírata: 1,8% með engan fulltrúa
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira