Þetta eru nýju borgarfulltrúarnir í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 14:45 Friðjón, Trausti og Árelía koma ný inn í borgarstjórn. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður í júní. Vísir Af þeim 23 borgarfulltrúum sem náðu kjöri í kosningunum um helgina koma tíu nýir inn. Sumir hafa áður setið í borgarstjórn og einn tók sæti sem borgarfulltrúi á yfirstandandi kjörtímabili. Af nýliðunum tíu, ef svo mætti kalla, eru fjórir úr Framsókn. Flokkurinn náði engum manni inn í kosningunum 2018 en fjórum inn nú. Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV og stjórnmálafræðingur, er oddviti flokksins. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, og búa þau saman í Breiðholtinu í Reykjavík. Þau eignuðustu dreng í apríl. Einar er 44 ára og meðlimur í karlakórnum Esjunni. Einar og Milla fagna fyrstu tölum um helgina.Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Framsóknarflokki Árelía Eydís Guðmundsdóttir skipaði annað sæti á lista Framsóknar. Hún er 55 ára einstæð þriggja barna móðir búsett í Vesturbænum. Hún er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er leiðtogafræði. Árelía hefur gefið út níu bækur, þar af erlenda fræðibók, handbækur og þrjár skáldsögur. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var önnur á lista Framsóknar í borginni. Magnea Gná Jóhannsdóttir, Framsóknarflokki Magnea Gná Jóhannsdóttir er yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún skipaði þriðja sætið á lista Framsóknar og var 25 ára og 41 dags á kjördag. Hún býr í miðbænum. Magnea Gná, sem er formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Magnea, til hægri, á kosningavöku Framsóknar um helgina. Að sjálfsögðu í grænum kjól enda grænn litur Framsóknar.Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Framsóknarflokki Aðalsteinn Haukur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, er kvæntur Telmu Steingrímsdóttur. Þau eiga þrjú börn og búa í Smáíbúðahverfinu. Aðalsteinn var í öðru sæti hjá Framsókn árið 2018 og skipaði fjórða sætið núna. Aðalsteinn er 48 ára viðskiptafræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Aðalsteinn er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Reykjavík Suður og framkvæmdastjóri og einn eigenda Reykjavik Event Consulting (RECON). Aðalsteinn Haukur fyrir miðju með grænt bindi í góðra vina hópi. Ragnhildur Alda, Sjálfsstæðisflokki Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er nýr borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún skipaði annað sætið á lista flokksins eftir að hafa orðið undir í harðri baráttu við Hildi Björnsdóttur um oddvita flokksins í borginni. Ragnhildur Alda er 31 árs og gift Einari Friðrikssyni lækni. Þau eiga einn son og búa í Vesturbænum. Hún er með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun við viðskiptafræðideild frá sama skóla. Ragnhildur Alda og Hildur Björnsdóttir börðust um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Þær leiddu svo lista flokksins í borginni; Hildur númer eitt og Ragnhildur Alda númer tvö.Vísir/Vilhelm Kjartan Magnússon, Sjálfstæðisflokki Reynsluboltinn Kjartan Magnússon er aftur orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í borginni. Kjartan skipaði þriðja sæti listans og snýr aftur í borgarstjórnarmálin eftir fjögurra ára pásu. Kjartan, sem er 55 ára þriggja barna faðir, býr í Vesturbænum. Hann varð fyrst borgarfulltrúi flokksins árið 1999 og sat í borgarstjórn samfellt til ársins 2018. Um hríð var hann stjórnarformaður Orkukveitu Reykjavíkur. Kjartan Magnússon er einn reyndasti borgarfulltrúinn í borgarstjórn. Hann kemur aftur inn eftir fjögurra ára pásu. Friðjón R. Friðjónsson, Sjálfstæðisflokki Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og einn eigenda KOM er sjötti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Friðjón er kvæntur Elizabeth B. Lay arkitekt. Þau eiga tvær dætur og búa í Vesturbænum. Friðjón hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Friðjón hefur einnig sinnt kosningaráðgjöf og skipulagi framboða á öðrum vettvangi, við forsetaframboð, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í félagasamtökum og hjá hagsmunaaðilum. Friðjón Friðjónsson hefur verið álitsgjafi um stjórnmál hér heima og erlendis um árabil. Nú er hann orðinn kjörinn borgarfulltrúi.Vísir/Frosti Trausti Breiðfjörð Magnússon, Sósíalistaflokki Trausti Breiðfjörð Magnússon er nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Trausti er 26 ára námsmaður og vinnur sem stuðningsfulltrúi í íbúðarkjarna í Breiðholti. Hann býr í Grafarvogi. Hann hefur sagt að fyrsta verk hans í borgarstjórn verði að laga húsnæðismálin. Fólk eigi ekki að þurfa að borga meira en 30 prósent af tekum í húsnæði. Trausti Breiðfjörð Magnússon mældist ekki inni í könnunum. En þegar kom að kjördegi þá náðu Sósíalistar góðri kosningu og tveimur fulltrúum inn.Stöð 2 Alexandra Briem, Pírötum Alexandra Briem skipaði annað sæti á lista Pírata en hún var fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata á síðasta kjörtímabili og tók sæti sem borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar árið 2021. Alexandra starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Símanum áður en hún gekk til liðs við Pírata árið 2014. Alexandra er fyrsta transkonan sem hefur tekið sæti í borgarstjórn en hún býr í Breiðholti. Alexandra Briem hefur gegnt embætti forseta borgarstjórnar undir lok yfirstandandi kjörtímabils.Stöð 2 Magnús Davíð Norðdahl, Pírötum Magnús Davíð Norðdahl lögmaður var þriðji á lista Pírata og nýr borgarfulltrúi flokksins. Hann hefur vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda. Magnús var nálægt því að ná sæti á Alþingi í kosningunum í september 2021 en þá bauð hann fram í Norðvesturkjördæmi. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa. Þau eiga þau saman tvö börn og búa í Fossvoginum. Magnús Davíð Norðdahl var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningum til Alþingis síðastliðið haust. Kosningin í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og var Magnús meðal fjölmargra sem kærðu framkvæmdina. Hér afhendir hann forseta Alþingis kæru. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50 Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Af nýliðunum tíu, ef svo mætti kalla, eru fjórir úr Framsókn. Flokkurinn náði engum manni inn í kosningunum 2018 en fjórum inn nú. Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV og stjórnmálafræðingur, er oddviti flokksins. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, og búa þau saman í Breiðholtinu í Reykjavík. Þau eignuðustu dreng í apríl. Einar er 44 ára og meðlimur í karlakórnum Esjunni. Einar og Milla fagna fyrstu tölum um helgina.Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Framsóknarflokki Árelía Eydís Guðmundsdóttir skipaði annað sæti á lista Framsóknar. Hún er 55 ára einstæð þriggja barna móðir búsett í Vesturbænum. Hún er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er leiðtogafræði. Árelía hefur gefið út níu bækur, þar af erlenda fræðibók, handbækur og þrjár skáldsögur. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var önnur á lista Framsóknar í borginni. Magnea Gná Jóhannsdóttir, Framsóknarflokki Magnea Gná Jóhannsdóttir er yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún skipaði þriðja sætið á lista Framsóknar og var 25 ára og 41 dags á kjördag. Hún býr í miðbænum. Magnea Gná, sem er formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Magnea, til hægri, á kosningavöku Framsóknar um helgina. Að sjálfsögðu í grænum kjól enda grænn litur Framsóknar.Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Framsóknarflokki Aðalsteinn Haukur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, er kvæntur Telmu Steingrímsdóttur. Þau eiga þrjú börn og búa í Smáíbúðahverfinu. Aðalsteinn var í öðru sæti hjá Framsókn árið 2018 og skipaði fjórða sætið núna. Aðalsteinn er 48 ára viðskiptafræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Aðalsteinn er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Reykjavík Suður og framkvæmdastjóri og einn eigenda Reykjavik Event Consulting (RECON). Aðalsteinn Haukur fyrir miðju með grænt bindi í góðra vina hópi. Ragnhildur Alda, Sjálfsstæðisflokki Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er nýr borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún skipaði annað sætið á lista flokksins eftir að hafa orðið undir í harðri baráttu við Hildi Björnsdóttur um oddvita flokksins í borginni. Ragnhildur Alda er 31 árs og gift Einari Friðrikssyni lækni. Þau eiga einn son og búa í Vesturbænum. Hún er með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun við viðskiptafræðideild frá sama skóla. Ragnhildur Alda og Hildur Björnsdóttir börðust um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Þær leiddu svo lista flokksins í borginni; Hildur númer eitt og Ragnhildur Alda númer tvö.Vísir/Vilhelm Kjartan Magnússon, Sjálfstæðisflokki Reynsluboltinn Kjartan Magnússon er aftur orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í borginni. Kjartan skipaði þriðja sæti listans og snýr aftur í borgarstjórnarmálin eftir fjögurra ára pásu. Kjartan, sem er 55 ára þriggja barna faðir, býr í Vesturbænum. Hann varð fyrst borgarfulltrúi flokksins árið 1999 og sat í borgarstjórn samfellt til ársins 2018. Um hríð var hann stjórnarformaður Orkukveitu Reykjavíkur. Kjartan Magnússon er einn reyndasti borgarfulltrúinn í borgarstjórn. Hann kemur aftur inn eftir fjögurra ára pásu. Friðjón R. Friðjónsson, Sjálfstæðisflokki Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og einn eigenda KOM er sjötti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Friðjón er kvæntur Elizabeth B. Lay arkitekt. Þau eiga tvær dætur og búa í Vesturbænum. Friðjón hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Friðjón hefur einnig sinnt kosningaráðgjöf og skipulagi framboða á öðrum vettvangi, við forsetaframboð, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í félagasamtökum og hjá hagsmunaaðilum. Friðjón Friðjónsson hefur verið álitsgjafi um stjórnmál hér heima og erlendis um árabil. Nú er hann orðinn kjörinn borgarfulltrúi.Vísir/Frosti Trausti Breiðfjörð Magnússon, Sósíalistaflokki Trausti Breiðfjörð Magnússon er nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Trausti er 26 ára námsmaður og vinnur sem stuðningsfulltrúi í íbúðarkjarna í Breiðholti. Hann býr í Grafarvogi. Hann hefur sagt að fyrsta verk hans í borgarstjórn verði að laga húsnæðismálin. Fólk eigi ekki að þurfa að borga meira en 30 prósent af tekum í húsnæði. Trausti Breiðfjörð Magnússon mældist ekki inni í könnunum. En þegar kom að kjördegi þá náðu Sósíalistar góðri kosningu og tveimur fulltrúum inn.Stöð 2 Alexandra Briem, Pírötum Alexandra Briem skipaði annað sæti á lista Pírata en hún var fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata á síðasta kjörtímabili og tók sæti sem borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar árið 2021. Alexandra starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Símanum áður en hún gekk til liðs við Pírata árið 2014. Alexandra er fyrsta transkonan sem hefur tekið sæti í borgarstjórn en hún býr í Breiðholti. Alexandra Briem hefur gegnt embætti forseta borgarstjórnar undir lok yfirstandandi kjörtímabils.Stöð 2 Magnús Davíð Norðdahl, Pírötum Magnús Davíð Norðdahl lögmaður var þriðji á lista Pírata og nýr borgarfulltrúi flokksins. Hann hefur vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda. Magnús var nálægt því að ná sæti á Alþingi í kosningunum í september 2021 en þá bauð hann fram í Norðvesturkjördæmi. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa. Þau eiga þau saman tvö börn og búa í Fossvoginum. Magnús Davíð Norðdahl var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningum til Alþingis síðastliðið haust. Kosningin í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og var Magnús meðal fjölmargra sem kærðu framkvæmdina. Hér afhendir hann forseta Alþingis kæru. Vísir/Vilhelm
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50 Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39