Tiger segist hafa „klifið Everest“ en sé nú tilbúinn að keppa um titla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2022 10:01 Tiger Woods er klár í slaginn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer um helgina. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods fullyrðir að hann geti keppt um sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið fer fram um helgina, fimm vikum eftir að hafa „klifið Everest“ í endurkomu sinni á Masters-mótið eins og hann orðaði það. Tiger snéri til baka eftir tæplega 17 mánaða fjarveru þegar hann tók þátt á Masters-mótinu fyrr á þessu ári. Kylfingurinn hafði verið frá keppni eftir að hann lenti í bílslysi í febrúar á seinasta ári. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans segir að dagarnir eftir Masters-mótið hafi ekki verið skemmtilegir og reynt mikið á. „Mánudagurinn var ekki skemmtilegur. Mér var illt. Ísböð og bara að reyna að losna við bólgurnar. Síðan var það bara að halda áfram. Æfði lappir á þriðjudeginum og hélt áfram eftir það,“ sagði Tiger. Kylfingurinn hefur fagnað sigri á PGA-meistaramótinu fjórum sinnum, nú seinast árið 2007. Hann segir að endurkoman hafi verið eins og að klífa hæsta fjall heims, en nú verði þetta auðveldara þegar hann þarf ekki að spila völl sem er jafn hæðóttur og Augusta National. „Fyrsta fjallið sem ég kleif var Everest. Þetta er brattasti völlur sem þú spilar og það var fyrsti völlurinn sem ég kleif. Þetta verður flatara og betra. En ég á enn erfiða daga og þetta verður ekki eins auðvelt og fólk gæti haldið.“ „Mér líður eins og mér sé að batna. Ég á alltaf fleiri daga sem eru betri og það er jákvætt. Ég get æft aðeins lengur og gert hluti sem ég vonaðist til að geta gert. Og loksins get ég gert þá.“ Aðspurður að því hvort að Tiger gæti keppt við þá bestu á PGA-meistaramótinu stóð ekki á svörum hjá kylfingnum. „Mér líður eins og ég geti það, klárlega. Ég þarf bara að mæta og gera það. Ég þarf að vinna mína vinnu. Þetta byrjar á fimmtudaginn og ég verð tilbúinn.“ PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og mótinu lýkur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. PGA-meistaramótið Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger snéri til baka eftir tæplega 17 mánaða fjarveru þegar hann tók þátt á Masters-mótinu fyrr á þessu ári. Kylfingurinn hafði verið frá keppni eftir að hann lenti í bílslysi í febrúar á seinasta ári. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans segir að dagarnir eftir Masters-mótið hafi ekki verið skemmtilegir og reynt mikið á. „Mánudagurinn var ekki skemmtilegur. Mér var illt. Ísböð og bara að reyna að losna við bólgurnar. Síðan var það bara að halda áfram. Æfði lappir á þriðjudeginum og hélt áfram eftir það,“ sagði Tiger. Kylfingurinn hefur fagnað sigri á PGA-meistaramótinu fjórum sinnum, nú seinast árið 2007. Hann segir að endurkoman hafi verið eins og að klífa hæsta fjall heims, en nú verði þetta auðveldara þegar hann þarf ekki að spila völl sem er jafn hæðóttur og Augusta National. „Fyrsta fjallið sem ég kleif var Everest. Þetta er brattasti völlur sem þú spilar og það var fyrsti völlurinn sem ég kleif. Þetta verður flatara og betra. En ég á enn erfiða daga og þetta verður ekki eins auðvelt og fólk gæti haldið.“ „Mér líður eins og mér sé að batna. Ég á alltaf fleiri daga sem eru betri og það er jákvætt. Ég get æft aðeins lengur og gert hluti sem ég vonaðist til að geta gert. Og loksins get ég gert þá.“ Aðspurður að því hvort að Tiger gæti keppt við þá bestu á PGA-meistaramótinu stóð ekki á svörum hjá kylfingnum. „Mér líður eins og ég geti það, klárlega. Ég þarf bara að mæta og gera það. Ég þarf að vinna mína vinnu. Þetta byrjar á fimmtudaginn og ég verð tilbúinn.“ PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og mótinu lýkur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf alla helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
PGA-meistaramótið Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira